Það er ekkert mál að gera þetta með VLC
Fyrst þarf að fara í Preferences á VLC spilaranum, og ýta þar á Video
undir því er hægt að velja slóðina hvar file-inn á að vistast og hvort þetta vistist sem Jpeg eða Png.
Gæti verið að það þurfi að taka hakið af við Overlay, sem er rétt fyrir ofan.
ýttir á save í hægra horninu og endurræsir svo forritið.
því næst geturðu opnað video skrá og hægri smellt á myndina og ýtt á snapshot og þá vistast mynd inn í möppuna sem þú valdir
Bætt við 17. maí 2007 - 19:57
Tók ekki eftir að þú varst búinn að leysa þetta með ljósmyndina, en það ætti að duga að taka overlay af til að getað recordað gluggann. ástæðan yfir að forrit geta oft ekki tekið upp t.d Divx er að það er spilað sem Overlay. Einnig er hægt að taka það af í Windows media player með því að disable-a hardware support í playbacki.