Hvað af þessu er málið? HDD, Mini DV eða DVD?
Hef lesið að DVD sé eiginlega bara dottið út, HDD skili ekki nógu og góðum gæðum miðað við verð og jafnvel að Mini DV sé að detta út vegna HDD.
Ég persónulega á ekki cam. en finnst hugmyndin um HDD mest spennandi, en finnst eyðileggja ef gæðin eru ekki að skila sér í verðinu, en aftur á móti finnst mér gífurlega böggandi að vera með diska sem ég þarf að geyma (og týna!) í staðinn fyrir að vera með allt efnið bara á hörðum disk.
Miðað við það sem ég hef lesið þá virðist baráttan vera milli HDD og DV.
Hvað segið þið um þetta?