Ég hef gert svoleiðis myndir. Ég er ekki sammála því að þær þurfi að vera lélegar þar sem gæði myndarinnar eru ekki bundin í kamerunni frekar en gæði fótboltamanns liggja í boltanum. Það er hinsvegar allt öðruvísi að taka upp svoleiðis myndir og þarf að kunna á það, t.d. alls ekki hafa samtal milli tveggja persóna eða hljóð af af nokkru tagi. Notaðu frekar tónlist sem þú bætir við í vinnslunni og láttu myndbandið fylgja því sem mest til að fá hámarks effekt út úr myndinni. Þetta verður auðvitað alltaf frekar hrátt en það getur virkað töff ef það hentar myndefninu. Svo er líka mun auðveldara að hreifa svona myndavélar svo dínamík myndarinnar getur aukist ef heni er beitt vel.