Þegar ég var við kvikmyndagerðarnám hér í Los Angeles, þá voru einu fáanlegu lánin framfærslulán, sem þá voru um $1100 á mánuði sem enginn lifir af - rétt dugar fyrir húsaleigu, rafmagni og núðlum - en er núna komið upp í um $1600 þannig að þú kannski átt fyrir símanum og aðeins hollari heilhveitinúðlum.
Engin skólagjaldalán fáanleg - skólagjöldin eru á þína ábyrgð, þó þú getir reyndar fengið “markaðskjaralán” hjá LÍN, sem eru frekar erfið viðureignar.
Það versta er að þú færð ekki lánin afgreidd fyrr en þú ert búinn að standast próf á hverri önn sem skólinn verður að staðfesta skriflega til LÍN. Það þýðir að ef þú átt ekki ríka foreldra, þá þarftu að fara í bankakerfið og fá lán eða yfirdráttarheimild með námslánin sem ábyrgð. Það þýðir líka að ef þú fellur í einu fagi, þá lækka námslánin og þú skuldar bankanum mismuninn. Gríðarlega skemmtilegt batterí alltsaman, hannað af skítlegasta menntamálaráðherra allra tíma, til þess eins að verða bönkunum fjárþúfa.
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.