Jæja, þá ætla ég að kaupa mér vídeóupptökuvél.
Ég er að pæla í svona ódýrri vél, með svona ágætum gæðum sem er hægt að spila í góðum gæðum í fullscreen á tölvu.
Hún þarf helst að vera:
-Lítil og létt
-Ekki dýr
-Og það þarf að vera hægt að setja efni úr henni einhvernveginn i í tölvu, kannski setja fyrst á DVD disk og svo yfir í tölvu.
Ég var að pæla í ÞESSARI VÉL eða ÞESSARI VÉL vill bara taka það fram að ég veit ekkert um svona upptökuvélar og er algjör byrjandi í þessum málum. Það væri fínt ef þið gætuð sagt mér hvor vélin væri betri fyrir byrjanda, og ég vil líka taka það fram að ég er að taka upp hjólabretti, þar sem allt gerist mjög hratt og ég vildi bara vita hvor vélin væri betri til að taka upp bretti. Það væri líka fínt ef þið gætuð sagt mér hvað til dæmis 25xoptical og 300 digital aðdráttur þýðir, og líka hvað DV þýðir.
Kv. Darri
Bætt við 2. janúar 2007 - 13:33
Það væri flott ef þið gætuð líka sagt mér Muninn á þessum vélum