Veit ekki hversu mikla hjálp ég get fengið með litlum fyrirvara en það er hægt að reyna.
Nú er ég í djúpum skít. Ég lofaði uppí ermina á mér að ég myndi klippa til og laga myndband sem ég tók fyrir skólann. Ætlaði að nota Windows Movie Maker sem hefur nýst mér ágætlega hingað til þar til ég uppgötvaði að nýja myndavélin hans vistar öll video í .mov format sem WMM getur ekki lesið.
Ég er búin að eyða tveim tímum fyrir framan tölvuna við að leita og leita og downloada og lemja hausnum upp við vegg og ekkert gerist nema ég er komin með alveg svakalegan hausverk.
Ég hef ekki hugmynd um hvernig á að breyta þessu djöfulsins myndbroti, er búin að downloada eitthverju drasli sem virkar ekki, klippiforrit sem er óskiljanlegt með öllu og alls ekki það sem ég var að leita að.
Ég bið ykkur um að bjarga geðheilsu minni og útlimum með því að segja mér hvern fjandan ég að að gera. Ja, eða bara breyta því fyrir mig.
Ég á að skila þessu kl. 8:10 í fyrramálið, svo hafið hraðann á. Ég fer ekki að sofa fyrr en ég get klárað þetta myndbrot!
Einhver snillingur þarna úti?