Ef að þú ert ekki mikið að pæla í gæðunum á myndunum.. td. bara að nota þær til einkanota en ekki til sýninga, Þá mæli ég með því að þú sparir peninginn við að láta færa þetta yfir hjá eitthverjum fyrirtækjum út í bæ (sérstaklega ef þetta er eitthvað magn af efni) og notir Sjónvarpskort í tölvunni til þess að taka þetta upp.
Þá geturðu nefnilega átt við klippurnar eftirá, klippt þær til og unnið með þær í klippiforriti.
Nú veit ég ekki á hvernig formatti DVD-upptökutæki skrifa diskana, en það getur verið dálítið vesen ef þeir skrifa þetta á .VOB
- auk þess eru svoleiðis tæki mun dýrari en sjónvarpskort.
Ef þú ætlar hinsvegar að nota efnið til sýninga, í stuttmynd eða tónlistarmyndband o.s.frv. Þá ráðlegg ég þér sterklega að láta Pro aðila sjá um þetta. Þar færðu mun betri gæði.