Þar sem enginn hefur gefið álit ákvað ég að senda eitthvað smá inn.
Hver og einn finnur sína leið til að vinna handrit, og það er oft spurning um hvort þú sért að vinna með einhverjum eða einn.
En oftast byrjar maður á því að fá hugmyndina, meltir hugmyndina í nokkra daga, vikur, jafnvel mánuði áður en fyrstu orðin eru skrifuð, hugmyndin er svo borin undir einstakling sem þekkir til skrifa og uppbyggingu söguþráðs o.s.fv og hann gefur feedback á efnið.
Svo tekur annað skref við, að skrifa, fyrst er skrifað first draft, handritið er prentað út, og sest niður með það og allt skrifað aftur með first draft til hliðsjónar.
Þetta skref er svo endurtekið kannski tvisvar til þrisvar sinnum áður en einhver er fenginn til að koma með feedback á handritið, að svo loknu er farið aftur og handritið skrifað upp frá grunni, atriða röð, atburðir o.s.fv neglt niður.
Að því loknu er farið enn einu sinni yfir handritið, og þá eru fengnir nokkrir einstaklingar til að lesa þetta yfir, þeir segja álit sitt á þessu, fara yfir villur, o.s.fv, athugasemdir teknar til greina og skoðað hvort það sé skynsamlegt að halda áfram.
Þegar maður er kominn á fimmta eða sjötta draft er handritið oftast tilbúið til að hefja vinnslu úr því t.d senda til framleiðenda eða eitthvað svoleiðis.
En búast má við því að endurskrifa það kannski tvisvar til viðbótar til að laga seinustu atriðinn til að flæðið sé fullkomið.
Þetta er ein aðferð til að skrifa handrit sem ég og vinur minn notumst við, og svo notum við aðra aðferð til að skrifa leikrit, og ég nota enn aðra þegar kemur að bókaskrifum.
Þetta er svona það helsta sem ég vildi segja.