Langaði bara til þess að spyrja ykkur:

Hvernig tökuvél eigið þið og með hverju klippi þið tökurnar ykkar.

Sjálfur á ég SONY DCR-TRV140E
Ekkert geðveik vél neitt, eða jújú svosem. Bara ekki nógu miklir möguleikar. Ég væri þokkalega sáttur ef þetta væri MiniDV í staðinn fyrir HI8 en það er nú bara svona smekksatriði eiginlega. Svo mætti vera á henni mic tengi og svo er hún bara DV-Out en ekki DV-IN sem er stór galli. Mér langar nú allveg skuggalega mikið í Sony HVR-Z1E en hún er svolítið dýr. Hvað á maður að fá sér sem er ekki of dýrt?

Með hverju mælið þið og hvernig vél eigið þið?
Cinemeccanica