Sælir, ég er að gera handrit fyrir spennumynd í fullri lengd amk 90-100 mínútn mynd. Og þið megið treysta því að þetta er virkilega spennumynd. Kvikmyndin er ólík öllum öðrum íslenskum kvikmyndum og ætti að vera mjög spennadi að ég held.

En málið er, ég er nú ekki búinn að klára að skrifa þetta en meira segja ég er spenntur yfir því hvernig þetta endar því ég hef í raun ekki ákveðið það en málið er að ég gæti keypt mér 400 þúsund króna stafræna vél í nýjerja. Svona alvöru eins og Maður eins og ég og Íslenski Draumurinn voru tekna uppí en ég er mjög hrifin af því að taka upp á filmu. Verður miklu skemmtilegra að sjá það í bíó að þetta hafi verið tekið uppá filmu en ekki digital spólu. Þið ættuð allir að vita það hér að það allar hollywood kvikmyndir og allt eru teknar uppá filmu. Ekki stafrænt neitt.

Sjáum t.d. Maður eins og ég, nú var sú mynd tekin á digitalvél en samt sett á filmu fyrir kvikmyndahúsin. Það var í raun enginn stemmning þannig lagað, myndin var fín og íslenski draumurinn líka en af því að þetta var tekið á digital þá hefur mig alltaf fundist þegar ég horfi á þessar myndir að ég sé að horfa á sjónvarpsþátt en ekki kvikmynd. Því að alvöru bíógæði nást engan vegin með digital vél.

Með handrit, get ég ekki allveg bara talað við einhvern virtann íslenskan leikstjóra og látið hann lesa handritið og spurt hvort hann myndi vilja leikstýra þessu. Eða leikstýrir fólk bara því sem það hafi samið sjálft oftast eða? Þetta er það pro mynd að ég myndi vilja þetta tekið upp á filmu en ekki digita.
Cinemeccanica