Sælir (tilvonandi) kvikmyndargerðarmenn.
Ég og vinir mínir erum að fara kaupa okkur vél, og við ætlum s.s. að fá okkur almennilega vél, erum með mörg járn í eldinum og erum með nokkur metnaðarfull verkefni í þróun. En það sem ég ætla að spyrja ykkur að er hvort einhver ykkar eigi s.s þessa vél, DVX 100 hvort sem það er A eða B vélin.
Er eitthvað sem mælir gegn henni? auðvitað er margt og mikið af slæmu sem hægt er að segja um vélar en oftast er það bara svona persónulegt álit sem menn hafa, og oftast af því að menn eiga öðruvísi vélar.
Við erum s.s. mikið að spá í þessa vél, þannig að allar ábendingar og skoðun á þessari vel eru vel þegnar, einnig kemur XL 2 vélina vel til greina, en okkur langar held ég bara frekar í DVX af ýmsum ástæðum. Við spáðum smá í HDV en fólk virðist ekkert tala mjög vel um þannig vélar, sérstaklega út af “artifacts” sem oft koma…… talandi um það getur einhver sagt mér hvað artifacts er nákvæmlega eða hvernig það lýsir sér?
Í von um góð og málefnaleg svör.
Kveðja TuTuHimm