V for Vendetta Forsýning Næsta fimmtudag (16 mars) verður kvikmyndin V for Vendetta sýnd á sérstakri Nexus forsýningu einsog er vanin með myndir byggðar á teiknimyndasögum. Myndin hefur hlotið mikið lof og virðist ætla að takast það sem einungis Sin City hefur tekist á undan henni og það er að vera trú viðfangsefninu en ekki ömurleg skrumstæling með hollywood ívafi einsog From Hell og LXG.

Miðarnir eru til sölu núna í versluninni Nexus.

Sýningin verður fimmtudaginn 16.mars (degi áður en hún er frumsýnd í USA)
Kl. 20.00 í sal 1 Kringlubíó, án texta og hlés.
Miðaverð er kr. 1.200


“The most faithful and literal adaptation of an Alan Moore graphic novel..
.a potent combination of action, emotion and wry political commentary. 9 out of 10!”
Edward Douglas – ComingSoon.net


“We have here something that we rarely see in SF films these days… a movie about
ideas over action, character over special effects, and emotion over action.”
Moriarty - AintItCoolNews

Bókin fæst í Nexus.
_____________________