jæja, kemur enn einn núbbinn með spurningaflóðið.. :)

ég er svo heppinn (held ég) að vera með Adobe Premiere Pro 7.0 en aftur á móti svo óheppinn að kunna sáralítið á hann.

Svo…:

1. Hver er munurinn á DV-NTSC og DV-PAL…? og hver er munurinn á 32kHz og 48kHz..? eitthvað í sambandi hljóðið..?

2. Hver er munurinn á “play audio on DV Hardware” eða “Audio Hardware”

3.Hvernig fæ ég “timeline-ið” til að koma upp.. mér er bara lífsómögulegt að finna hana.. :-/

4. Capture format = DV/IEEE1394, segir mér hvað? er það tegundin af vélinni sem ég er að nota eða hvað??

5. Hvað vantar mig ef það kemur alltaf upp Error um að “no importer found to support that file” þegar ég reyna að “importa” venjulegar skrár sem ég get spilað í real player?

æ.. það er eiginlega alltof mikið sem ég þarf að spyrja um… er bara ekki til einhver “tour guide” síða sem svona uppfyllir mann af grunn upplýsingum svo maður viti við hvað maður er að fást.. ?!?

já og eitt enn.. þegar ég skrifa dvd-myndir hlýt ég að þurfa öðruvísi gerð að geisladiskum en þegar maður skrifar lög..?

af hverju í ósköpunum er ég að vesenast í svona flóknu forriti..?!?
“að elska örlög sín, nauðugur, viljugur”