http://www.amazon.com/gp/product/B00005UQIH/102-2156367-4372160?v=glance&n=172282Ég keypti þennan í gegnum hljóðfærabúð á Akureyri, veit satt að segja ekki hvern þeir pöntuðu hann í gegnum en þeir þurftu að fá hann að sunnan. Hann kostaði eitthvað rétt um 15.000 krónur. Ég fer þó varlega í að mæla með honum, einfaldlega af því að ég hef ekki fengið tækifæri til þess að nota hann að neinu ráði. Þetta er þó Sennheizer og það er amk gott merki í hljóði… amk veit ég ekki betur. Og það litla sem ég hef notað hann hefur verið alveg úberskarpt hljóð. Einn smá galli er reyndar að hann stendur svo langt fram úr myndavélinni minni að það sést í hann þegar linsann er á víðustu stillingu. Ég hugsa að ég lagi það seinna með því að gera bara smá millistykki til að setja á milli. Prófaðu að googla Sennheiser MKE 300 og þá geturðu lesið þér til um hann á netinu.
Ef þér líst vel á hann ættirðu að geta fengið hann á skömmum tíma, öfugt við að panta af netinu.