En þið verðið að íhuga hvaða útgáfu af orðabókinni þetta er því að íslensk tunga breytist mjög hratt.
T.d
Gella hefur allt aðra merkingu nú til dags en það gerði í gamla daga. Það er núna notað yfir flottan kvenmann en ekki part úr fiski.
Hégómi þýddi köngulóarvefur, Nett þýddi eitthvað mjög smágert eða fíngert.
Og ef ég man rétt þá var Sæmilegt jafnvel betra heldur en ágætt, komið af að bera sóma af einhverju.
svo það skiptir í raun ekki máli hvernig þið setjið þetta upp, báðir einstaklingar munu hafa rétt fyrir sér, báðir munu hafa rangt fyrir sér það fer algjörlega eftir hvernig dæmið er sett upp og í hvaða heimildir er vitnað.
p.s
Mér fannst nokkuð skondið að sjá einstakling kvarta yfir málfari í huga þegar kvörtunin sjálf (og undirskriftin) eru með villum í.