Ok, það sem Motion hefur fram yfir, t.d. After Effects er kostnaðurinn : $299 vs. $900 (fyrir Pro version, að mig minnir).
En, jamm, alltaf en. Motion hefur enga 3d möguleika(eða 2.5D eins og 3D í AE er nú kallað). Þeir segja að Motion sé real-time, en um leið og þú ert farinn að nota nokkra effecta í einu, hægir töluvert á því. Hefur heldur engan tracker sem er ókostur. Það er samt hraðvirkt og byrjendavænt, annað en mörg önnur forrit. En ég veit ekki, forrit sem býður ekki upp á margt sem önnur forrit hafa(þ.e. 3d, tracker ofl) er ekki forrit sem ég vil nota. Samt gæti margt breyst í nýjustu útgáfunum enda þurfa svona forrit nokkrar útgáfur til að þróast.
Enn og aftur, hlutdrægur AE notandi, en Motion býður bara ekki upp á nóg, að hafa 3D möguleika í composition forriti er svo mikill kostur ásamt því að Key-arnir í AE eru víst að standa sig betur( auk þess að mun fleiri plug-inar eru til fyrir AE. )