Daginn!

Það er orðið töluvert langt síðan ég klippti seinast (1.ar) og þá notaðist ég við Premire 6.5. Pro útgáfan var þá nýkomin út og prufaði ég hana að sjálfsögðu en fannst hún ekki eins aðgengileg eins og í 6.5. Hljóðvinnslan þar t.d. fannst mér mun betri (þessi lína á timeline-inu). Allaveganna þá var ég frekar fúll og skrifaði meðal annars póst hér inn á þar sem ég fór nánar útí gagnrýni mína. En allaveganna, þá ætla ég að vinna aðeins í sumar og langaði að vita hvort það væri þess virði að kynna mér betur Pro útg. Hvað finnst ykkur sem hafa notað báðar versions, er Pro mikið betra, borgar það sig að læra á það?

Kveðja
Jules