Takk fyrir allt hrós, sömuleiðis gagnrýnina, það má ekki fæða mann eingöngu á gullhömrumí þessum harða heimi.
Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um myndina:
Myndin var tekinn upp á hótelherbergi eftir nokkra daga ferðalag þar sem allskonar crap var keypt. Vegna aðstæðna ákváðum við að skjóta stuttmynd í þessu skemmtilega hótelherbergi með eins mikið af drasli og hægt var.
Kimono-arnir í myndinni eru eiginlega ekki kimono, heldur náttsloppar skaffaðir af hótelinu, sem gerir það að verkum að samurai-inn og ninjan eru alvegeins klædd með svona æpandi skreytingar.
Túrista sverðið einsog ég kalla það leit mjög vel út en það var það eina við það, kostaði ekki meira en 6000.kall:)
Blóðslettan var því miður ekki á okkar færi, og við hefðum hvort sem er ekki notað neitt slíkt í herberginu því eyðilegging koddans var nóg þessa nóttina. En vonandi með einhverjum after effects er hægt að laga þetta, og ef svo er þá verður Samurai Yuhi: director´s cut á næsta leiti.
Semsagt, endilega komið með álit ykkar og fylgist með heimasíðunni. Ýtarlegri umfjöllun og staðreyndir væntanlegar. Og endilega sendið skilaboð ef einhver hérna gæti reddað svona blóðslettu, það myndi muna miklu.
Kveðja,
Culture Shock Productions