Neðanmarkaskynjun í kvikmyndum og sálfræðitilraunum
Ég las greinina neðanmarkaskynjun* í kvikmyndum eftir Raggatraust frá 17. september með athygli (*þ.e. skynboð sem eru send svo hratt að vitundin skynjar þau ekki þó að undirvitundin geri það). Ég hef tekið þátt í sálfræðitilraun með neðanmarkaskynjun og sjálfur lagt slíka tilraun fyrir sálfræðinemendur. Niðurstaða þeirra tilrauna er á þá leið að fólk með bældar tilfinningar er lengur að skynja meðvitað neðanmarkaboð heldur en þeir sem ekki eru eins bældir, sé innihald boðsendinganna ógnandi. Það hefur svo verið sýnt fram á að þetta próf hefur forsagnargildi að því leyti að bælt fólk hefur minni dulræna hæfileika en aðrir (þ.e. hinir taugaveikluðu bæla slíka hæfileika niður þar sem þeim stendur ógn af því óþekkta), einnig hefur þetta fólk að sama skapi minni hæfni til að gegna áhættustörfum. Mín tilraun gekk út á athuga hvort að samband væri á milli sefnæmi* og bælingar mælt með neðanmarkaskynjun (*þ.e. hæfni til að slaka á og lifa sig inn í aðstæður og hæfni til af falla í dá). Ég fann ómarktæka fylgni þar á milli.