ég er að reyna að klippa suttmynd sem ég gerði á Mini-DV vélina mína (3 ára gömul JVC vél með DV-in/out), búinn að capture-a allt í Premiere í þessari standard DV upplausn, 720*576 PAL. Málið er bara það að vídjóið sem ég fæ er í raun aðeins 300 og eitthvað pixelar :S (ef ég opna clippurnar með windows media player sé ég að þetta er um það bil helmingi minna en 720*576)

Síðan ef ég exporta tímaröðina í .avi, þá fæ ég loksins vídjó sem er 720*576 pixels, en það er óskýrt þegar myndin hreyfist, kíkið á skjáskotið sem er hér að neðan:

http://www.network.is/valdemar/capture.jpg

Þið sjáið að myndin er öll *röndótt* (er interlaced kannski rétta orðið?), amk sést myndefnið mjög illa þegar það er mikil hreyfing

Er einhver leið til að komast hjá því að vídjóið líti svona út?? ég þarf að sýna þetta á miðvikudaginn næsta :/ Ef ég næ ekki að láta þetta virka rétt þá er ég í frekar slæmum málum.. :)
Low Profile