Það sem mér finnst best að gera er að sjálfsögðu að koma þessu niður á blað í nokkrum stærðum. Byrjaðu á að gera einna síðu A4 útdrátt um basically allt sem gerist í myndinni þ.e. atburðarrásina. Þegar þú ert búinn að því veistu hvernig myndin er. Það er oft það erfiðasta að ímynda sér alla myndina fram og tilbaka. Nú ertu kominn með beinagrind, svo er bara að bæta kjöti á beinin. Skrifaðu (fer eftir lengs myndar), 10-15 síðna “treatment” (getur leitað þér upplýsinga á netinu um hvernig best er að koma þeim frá sér). Þar skrifarðu nánari útlistun á atburðarrás, kannski persónulýsingar, umhverfi, jafnvel upphugsað skot fyrir ákveðna senu, grófa hugmynd að samtölum. Babysteps baby. Að því loknu er í raun fínpússun eftir. Þá skrifarðu handritið sjálft eftir þeim reglum varðandi uppsetningu ofl.
Þetta er voða basic útlistun hjá mér, hef eflaust gleymt e-u, en þar sem þetta er mjög almennt form ætti ekki að vera erfitt að finna sér nánari upplýsingar á netinu.
Kveðja
Jules