Ég er ekki viss hvort ég sé að skrifa þetta á réttan stað, en það verður þá bara að hafa það.
Ég er mjög lengi búinn að vera leita af forriti til að búa til DVD diska með menu en ég hef hvergi fundið svoleiðis forrit til sölu hér á landi. Ég á mikið safn af ljósmyndum og video-klippum og langar til að setja þetta allt á DVD diska.
Ég er mjög hrifinn af Ulead DVD workshop því þar er hægt að búa til menu, setja inn slideshow og setja inn texta og annað, sem eru allir þeir fídusar sem ég þarf.
Þar sem að ég er ekki að fara nota þetta forrit nema bara sem hobbí þá var ég svo kræfur að finna það á netinu og cracka það. Ég er búinn að finna forritið á mörgum stöðum en alltaf þegar ég cracka forritið þá virkar það ekki 100%. Það lýsir sér þannig að ekki er hægt að setja inn fleiri en 10 video klipp, menu eða slideshow. Sem er afar takmarkað.
Er einhver sem veit hvar ég get fundið forrit sem virkar? Eða fundið eitthvað sambærilegt? Eða er einhver sem veit um slíkt forrit sem er í sölu hér á landi?