Ókey, ég myndi passa mig MJÖG mikið þegar þú ert að gera þetta ef þú ætlar að sýna myndina einhversstaðar, eða reyna að koma henni á video eða eitthvað svoleiðis!
Málið er að ef þú ert að stela hljóðum úr tölvuleikjum eða eitthvað svoleiðis geturðu lent í svolítið mikið vondum málum ef það kemst upp. Reyndar eru ekkert gríðarlega miklar líkur á því, en ég myndi ekki vilja taka sénsinn. Það er hægt að kaupa mjög ódýra sound effects diska í gegnum netið, og þá á að vera öruggt að nota. Ef þú nærð í eitthvað svona dót í gegnum netið myndi ég ganga úr skugga um að það sé pottþétt “royalty free”. Þótt viðkomandi vefsíða gefi leyfi fyrir downloadinu er það engin trygging fyrir því að þeir hafi ekki stolið þessu einhversstaðar annarsstaðar frá, og þá gætir þú lent í vesini. Það er alls ekki víst að viðkomandi síða eigi réttinn á effectunum.
Eins og ég segi eru vissulega mjög litlar líkur á að svona komist nokkru sinni upp, sérstaklega þegar um er að ræða óræð hljóð eins og skothvelli, en ég segi bara fyrir sjálfan mig að ég vil vera 100% viss um að ég sé ekki að fara að lenda í neinu helvítis vesini með svona dót. Ég þykist vita að þú sért eins og ég og hafir ekki efni á að lenda í einhverju lagavesini. Allur er varinn góður eins og maður segir.
En ef þú ert bara að gera þetta fyrir sjálfan þig, eða netið eða eitthvað svoleiðis, þá kannski skiptir þetta engu máli.
Anyways, that's my 2 cents…
Cheers…<br><br>——
<b>Veftímaritið Ónan</b>
<a href="
http://www.onanis.tk">
http://www.onanis.tk</a>
<a href=“mailto:eyvindur@onanis.tk”>eyvindur@onanis.tk</a>
<b>misery loves company</b>
<i>ókey, við hljómum eins og tom waits, get over yourself!</i>
<a href="
http://www.miserylovescompany.tk">
http://www.miserylovescompany.tk</a>
<a href=“mailto:mlc@miserylovescompany.tk”>mlc@miserylovescompany.tk</a