Ok… Svo þú ert kominn með Premiere Pro. Gott mál.
Þessi spurning er samt rosalega afstæð… Ætlaru að gera dogma mynd? Þá þarftu ekkert fleira en þú ert með.
Hins vegar, ef þú ætlar að gera mynd, samkeppnishæfa við Hollywood's finest, þá gæti listinn orðinn all langur.
<u><b>FORVINNSLA</b></u>(Pre-Production)
x - Mikla skipulagningu
Gera gott handrit og ákveða hvernig myndin skal tekin upp og klippt, allavega gróflega…
Ég myndi teikna storyboard, a.m.k. fyrir erfiðustu skotin og klippingarnar en helst fyrir alla myndina. Hver mínúta sem þú eyðir í storyboard og pælingar sparar þér 5 mínútúr við framkvæmd.
Sundurliða handritið. Hverjir þurfa að mæta í tökur á hverju atriði, leikarar og annað starfslið, klukkan hvað og hver er áætlaður tökutími. Hvaða búninga, leikmuni og þess háttar þarf að redda fyrir þetta atriði. Hvaða búnað þarftu að taka mér þér þangað.
Ákveða hvort þú ætlir að taka upp í 4:3 eða 16:9. Ég mæli með 16:9 í flestum tilfellum. Nema þetta sé heimildarmynd. Þó eru undantekningar á því.
x - Taktu upp á allar nýjar spólur sem þú átt þannig að þær séu hvergi auðar. T.d. með því að setja linsulokið á og ýta á record þangað til spólan klárast. Þannig verður time-code-ið heilsteypt.
<u><b>TÖKUR</b></u>(Production)
x - Muna að hafa vélina stillta á 4:3 eða 16:9 eftir atvikum
x - Búinn að gera allt klárt (ljós, hljóð) áður en leikarar mæta á svæðið nema þú notir þá til að hjálpa þér
x - Ekki gleyma að taka storyboardið með þér.
x - Vertu óhræddur við að prófa! Ef þér eða einhverjum í castinu/crewinu dettur eitthvað í hug sem <u>gæti</u> virkað, þá skaltu taka það upp ef það hróflar ekki við skipulaginu um of. Það hefur oft gefið af sér góðan ávöxt hjá mér…
x - Skráðu niður hvaða tökur heppnast best og hvar á spólunni þær eru staðsettar.
<u><b>EFTIRVINNSLA</b></u>(Post-Production)
x - Skapaðu þér góða vinnuaðstöðu. Því lengri sem klippitíminn kemur til með að vera, því mun þægilegri ætti aðstaðan að vera.
Góður stóll er nauðsyn. Stóllinn minn fær ómælt þakklæti fyrir að drepa mig ekki í bakinu á löngum klippinóttum.
Monitor (sjónvarpsskjár) er góður en ekki nauðsyn. Það er gott að geta séð myndina á stórum skjá í góðum gæðum.
x - Dreptu börnin þín!
Nei, ekki bókstaflega. Með þessu meina ég að þú mátt alldrei verða of ástfanginn af einstakri myndatöku eða klippingu ef atriðið sem takan eða klippingin er í þjónar ekki framgangi sögunnar. Í kvikmyndagerð gildir reglan „less is more“. Þú skalt hafa myndina eins stutta og þú kemst af með.
<u><b>BÚNAÐUR</b></u>
x - Þrífótur. Algjört möst.
x - Utanáliggjandi hljóðnemi. Þarft hann skiljanlega ekki ef þú ætlar ekki að vera með neitt tal eða leikhljóð í myndinni þinni, en ef þú ætlar að vera með einhver samtöl þá mæli ég með utanáliggjandi hljóðnema fyrir bestu gæði.
x - Stöðugleika búnaður. Ef þú ætlar að labba eitthvað með vélina eða halda á henni og hreyfa þig, þá mæli ég með að þú búir þér til stöðugleika búnað. Það gerði ég og vinur minn fyrir u.þ.b. 2000 kall. <a href="
http://homebuiltstabilizers.com/">Hér</a> finnur þú ýmsar hugmyndir fyrir stöðugleikabúnað
x - Ljós. Ég notaði 4 skrifborðs lamba við gerð síðustu myndar minnar. 2 halogen, 1 með 40 W peru og 1 með 75 W peru til að fá contrasta og skugga. Svo notuðum við líka krossviðarplötu, fóðraða með álpappír til að endurvarpa ljósinu ef okkur vantaði meira ljós eða þurftum að mýkja það.
Mér dettur ekkert fleira í hug í augnablikinu. Þetta kann að virðast mikið og gæti hugsanlega kostað einhverja aura, en sumt er ekki bráðnauðsynlegt, öðru má skipta út fyrir eitthvað sniðugra. Galdurinn er að vera óhræddur við að prófa sig áfram og óhræddur við að spyrja ef mann vantar eitthvað lánað fyrir tökur eins og búnað eða annað.
Gangi þér vel.<br><br>Kveðja,
Kovu.