Halló
Ætla mér að fara að færa efni frá VHS yfir á tölvuna hjá mér. Ég er með frekar nýja medion tölvu með allskonar tengjum sem ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki nægjinlega vel. Hef einu sinni fært efni frá VHS yfir á tölvuna í gegnum loftnet video-in aðgang og notaði þar bara TV software sem fylgdi með tölvunni. Hef verið vellta fyrir mér hvort það eru ekki aðrar leiðir sem ég á að nota og þá hvort það eru ekki önnur tengi til að taka við analog efni inn á tölvuna sm gefur betri gæði og eða meiri möguleika. Hef séð umfjallanir um ýmiss extern “capture device” fyrir svona en grunaði að medion tölvurnar væru með tengingum sem til þyrftu. Auk þess varðandi software gaman að heyra hvernig aðrir hafa verið að taka inn analog, hvort hægt sé að nota premiere?