Sæl/l Pottlok.
Gæðamunurinn er vissulega sjáanlegur ef þú er að meina að digital video vélar sem passa í lófa séu ‘venjulegar’. Reyndar er sjáanlegur gæðamunur frá hverri vél til vélar hvort sem þær eru ‘venjulegar’ eða ekki.
Ég geng útfrá því að þú kallir venjulegar vélar á borð við þessa:
http://www.nyherji.is/canon/html/mv600.html Þessi hefur aðeins eina myndflögu, en myndflögurnar sjá um að breyta ljósi sem fellur á þær í rafræn skilaboð sem síðan eru fest á bandið í spólunni. Myndavélar á borð við XM2, XM1 og XL1 eru með 3 myndflögur, eina fyrir hvern þriggja grunnlita náttúrunnar þ.e. rauðan, bláan og grænan og er það ein orsök skarpari myndar.<br><br>Kveðja,
Kovu.