Hallóhalló
Ég er að gera lokaverkefni í margmiðlunarfræði. Verkefnið er dvd-rom kynningardiskur, efnið á disknum á að vera íslensk hreyfimynda/teiknimynda gerð.
Markmiðið er semsagt að fá inn verk eftir íslenska animeitöra.
Það sem ég er að leita að eru einfaldlega einhverjir sem gera stopmotion myndir eða teiknimyndir (flash eða whatever).
Myndirnar þurfa helst að vera heilsteyptar og sæmilega gerðar, vil helst ekki fá einhverja dellu.
Markmiðið er að hafa myndirnar í dvd gæðum. ekki eitthvað massaþjappað dótarí fyrir vefinn :D
Ef þú ert animeitör og átt eitthvað efni sem þú vilt koma á framfæri endilega sendu mér skilaboð.
Og að sjálfsögðu munu koma fram upplýsingar um ykkur á disknum, ásamt myndum og þ.h (skemmtilegt væri að fá að taka myndir af settum og karakterum og þ.h (stopmotion)). Og sem upplýsingar um hvernig hægt væri að hafa samband við ykkur.