Nú hefur sú hugmynd um samvinnu áhugamanna hér að stuttmynd verið lengi við lýði. Samvinna slík hefur sína kosti og galla.

En… Hvað ef haldin yrði stuttmyndakeppni? Ég hef verið að gæla við þessa hugmynd með sjálfum mér í þó nokkurn tíma og mér hefur dottið í hug nokkrar útfærslur á henni.

A: Hægt væri að útdeila handriti til allra og þeir síðan sett myndina upp eftir geðþótta.

B: Hægt væri að setja fram ákveðið þema sem kvikmyndagerðarmenn yrðu að fara eftir.

C: Hægt væri að skylda handritið / myndina til að láta setningu, hlut, aðstæður, atburð, karakter o.s.frv. koma fram í myndinni í samhengi við framgang sögunnar.

D: Svo væri auðvitað hægt að gefa liðunum allveg lausan tauminn.

Fyrirkomulag C finnst mér persónulegra skemmtilegast því þá væri gaman að sjá hvernig mismunandi lið réðu fram úr hlutunum á mismunandi hátt.

Hvaða uppbyggingu sem keppnin hefði yrðu einhverjar reglur að vera skýrar. T.a.m. lengd, kostnaður og fleira.

Hvað finnst <u>ykkur</u>?
Kveðja,