Ég hef enga reynslu af FCP en hef heyrt að það sé þrusu forrit en fyrst þú ert ekki með mac þá er það úr sögunni. Í pc eru ýmis forrit t.d Piancle editor, Premiere, Movie maker, Ulead editor og Avid. Af þessu hef ég reynslu af Premiere og Avid. Fyrst þú nefnir að þú sért nýr í þessu og vilt hafa það einfalt skilst mér? þá getur movie maker gert fína hluti. Ég hef séð ótrúlegustu klippur sem gerðar hafa verið í movie maker en ef þú ert að spá í stuttmyndagerð eða einhverju á þeim skala þá er betra að leita í hin forritin. Ulead og Pinacle editors eru sæmileg við fyrstu sín en borgar sig ekkert að spá í þeim fyrst að premiere pro er komið á markaðinn. Premiere og mjög gott. Tekur vísu smá tíma að komast almennilega inn í það en á endanum skilar það sínu. Avidinn er ekkert flóknari en premiere en það er erfiðara að stjórna honum ef maður er nýr. Premiere er meira newbie proof en ef þú vilt fara beint í pro forritin þá er náttla Avid aðal málið en það er náttla undir þér komið.
Ef ég gef þér mína ráðleggingu þá segi ég premiere 6.5
Þegar þú ert orðinn nokkuð góður í því að þá fara í Premiere 7
Það er enginn svakalega munur á þeim en við fyrstu sín sínist mér premiere 7 vera tiltölulega flóknari fyrir byrjendur.