það er náttúrulega bara kjaftæði og ekkert annað að makkinn sé að detta uppfyrir í klippingu. það er alveg sama hvaða kvikmyndagerð þú kemur í, þú getur alveg bókað að þeir nota makka til að klippa. enda er ekki enn komin almennileg útgáfa af avid fyrir pc.
málið er hins vegar að almennileg klippitölva (mac g4 borðtölva með slatta af öllu, tveimur örgjörvum og tveimur skjám og öllu) er helvíti dýr. ég myndi segja að ef þú vilt fá alvöru græjur, prófessional quality, þá erum við að tala um svona 500.000 lágmark.
en ef þú gerir það auðvitað ekki nema þú sért með prófessional tökugræjur, þannig að ef þú ert bara að klippa eitthvað úr venjulegri digital kameru, og ert ekki að fara út í professional dæmi, þá skiptir í raun engu máli hvort þú færð þér mac eða pc. fáðu þér bara það sem þú hefur efni á (makkinn endist lengur, en núorðið eru pc og mac á frekar svipuðu verði) og reddaðu þér góðu klippi forriti (ég mæli með avid xpress). ég hef klippt stutt myndbönd á fartölvunni minni, og það er ekkert mál.
það sem skiptir máli er bara diskpláss. vertu með helvítis helling af því. óþjappað video (sem þú munt vinna með, því enginn með fullu viti vinnur úr þjöppuðu videoi) er mjöög stórt, og þú vilt ekki lenda í því að vera hálfnaður að klippa meistaraverkið þitt og verða uppiskroppa með diskpláss. það er svo margt sem getur farið úrskeiðis þegar kemur að kvikmyndagerð, að þetta er hlutur sem maður verður að hafa á hreinu. vinnsluminni og örgjörvar og svoleiðis dót skiptir miklu minna máli, það hægir bara á þér, of lítið diskpláss getur stoppað þig gjörsamlega, og það er ekki gott…
þú verður bara að meta við sjálfan þig hversu miklum peningum þú vilt eyða í þetta. vertu með góð kort og stóóóran harðan disk. það skiptir mestu máli.
kk
eyvi<br><br>——
<b>Veftímaritið Ónan</b>
<a href="
http://www.onanis.tk">
http://www.onanis.tk</a>
<a href=“mailto:eyvindur@onanis.tk”>eyvindur@onanis.tk</a>
<b>misery loves company</b>
<i>ókey, við hljómum eins og tom waits, get over yourself!</i>
<a href="
http://www.miserylovescompany.tk">
http://www.miserylovescompany.tk</a>
<a href=“mailto:mlc@miserylovescompany.tk”>mlc@miserylovescompany.tk</a