ég veit rosalega lítið um þetta, en ég held samt að þetta tengist því að þú ert að taka myndina interlaced. málið er að þegar menn voru fyrst að búa til videoið var það gert svona “interlaced” til að spara geymslupláss, þannig að annarri hverri línu var sleppt. þetta er síðan auðvitað ömurlegt þegar þú horfir á þetta á tölvuskjá. ég held samt að þú ættir að sleppa með þetta í sjónvarpi, þar sem það er hannað fyrir interlaced tækni. þegar ég horfi á dvd í tölvunni minni er það stundum svona, þeas ef viðkomandi mynd er tekin á video (t.d. ég var einu sinni nörd og friends).
það eru til tvær leiðir til að losna við þetta, önnur dýr, hin ekkert sérstaklega góð, skilst mér.
annars vegar eru til videokamerur sem leyfa “deinterlaced” upptöku. við erum að tala um mörghundruð þúsund króna kamerur, þannig að ef þú átt ekki svoleiðis er hæpið að þú notir þessa aðferð.
hinsvegar eru til forrit sem gera þetta. ég held meira að segja að það sé til plugin annað hvort í premiere eða after-effects sem getur de-interlaceað, er samt ekki 100% viss.
tékkaðu á þessu.
ef ég er að rugla eitthvað, eða fara vitlaust með staðreyndir, leiðréttið mig endilega. þetta var einhverntíma útskýrt fyrir mér, og svona skildi ég það, en það kæmi mér ekkert á óvart þótt ég sé að rugla eitthvað. endilega leiðréttið mig þá!
kk
eyvi<br><br>——
<b>Veftímaritið Ónan</b>
<a href="
http://www.onanis.tk">
http://www.onanis.tk</a>
<a href=“mailto:eyvindur@onanis.tk”>eyvindur@onanis.tk</a>
<b>misery loves company</b>
<i>ókey, við hljómum eins og tom waits, get over yourself!</i>
<a href="
http://www.miserylovescompany.tk">
http://www.miserylovescompany.tk</a>
<a href=“mailto:mlc@miserylovescompany.tk”>mlc@miserylovescompany.tk</a