Sorry, en ég held bara alls ekki að þú náir sambandi við einhvern leikstjóra og/eða að hann geri myndina þína.
Þetta eru helstu vandamálin:
1.það eru gerð þúsundir handrita í ameríku á ári, og bara nokkur þeirra eru gerð að myndum. Og handrit frá algerlega óþekktum manni á íslandi hjálpar ekki upp á.
2. menn hafa yfirleitt ekki samband beint við leikstjórann, heldur frekar framleiðanda eða þess háttar. Leikstjóri er yfirleitt skipaður af framleiðendum eða fyrirtækjum, nema þá við séum að tala um Polanski, Spielberg og þá alla. En í fyrsta lagi eru þeir flestir bókaðir næstu árin og svo velja þeir seint verk frá einhverjum óþekktum Íslendingi. Spielberg réð t.d. frægan höfund til þess að skrifa fyrir sig Minority Report.
3. Að skrifa handrit á ensku er erfiðara en að segja það, og að skrifa handrit á ensku eins og innfæddur, mjög erfitt.
Ég held að bestu möguleikar þínir væru að finna einhverja handritasamkeppni á netinu eða eitthvað álíka og senda þangaði inn. T.d. héldu Ben Affleck og Matt Damon einhverja fyrir nokkrum mánuðum og fleiri frægir hafa gert það sama.
En hvað veit ég, ef ég hef vitlaust fyrir mér, þá sé ég bara nafnið þitt undir “screenplay by” í einhverri mynd