#1. Því nær sem myndavélin fer hlutnum sem mynd er tekin af því minna verður birtustig myndarinnar.
#2. Ef þú ferð of nálægt kemur líka skuggi, erfitt að forðast það.
——-Tvær lausnir koma til greina, önnur er áberandi miklu betri en hin.
#1. Betri lausnin felst í því að fá bara almennilega aðdráttarlinsu á vélina, eða fá lánaða vél með almennilegri aðdráttarlinsu. Þá getur þú haldið þig í nógu mikilli fjarlægð til að birtustigið verði gott en samt náð góðu close-up.
#2. Verri lausnin felst í því að “zooma í premier” (eða hvaða klippiforriti sem er for that sake. Sjálfur nota ég FCP. Til þess að zooma þarftu að finna fítus sem heitir bara “Image Size”, “Canvas Size” eða “Scale” eða e-h þannig. Þá einfaldlega stillirru það úr 100% upp í eitthvað annað sem þú vilt hafa. Ég bendi þér þó á að jafnvel á bestu DV vélum er upplausn myndarinnar ekki það mikil að þú getir stækkað myndina mikið án þess að tapa umtalsverðum gæðum, hún verður frekar pixeluð. Þú getur unnið á móti því með því að setja smá blur eða e-h en það bara verður ekki það sama.
Ef þú þarft að fá motion í zoomið þá bara stillirru keyframe sem eitt set scale og svo annan á annað set scale. Voilá! Renderar það út og þú ert kominn með motion, samt sem áður mæli ég með aðferð #1.
p.s. gott ráð til að losna við að myndin fari úr fókus er að taka autofocus af og stilla focusinn bara sjálfur…miklu þægilegra.<br><br>Hvað er þetta Undirskrift pósta?
Hvað er þetta Undirskrift pósta?