Ég er bara komin með svona smá uppkast að byrjun á handriti.
Þetta er fyrsta handrit sem ég skrifa, þannig að ;)

<b>PHANTASMAL</b>

Klukkan er rétt um 4 á fallegum haust degi í úthverfi London árið 2000. Myndavélinn svífur létt í gegnum lítinn grasagarð, sveigir á milli greinana. Myndavélinn kemur að gangstíg hún svífur látt, meðfram veginum. Garðurinn er algerlega tómur. Eftir smá stund fer myndavélinn að hægja á sér og það fer að glitta í manneskju í fjarska. Myndavélinn nálgast manneskjuna (mjög hægt) og manneskjan gengur í átt að myndavélinn (þetta er beinn vegur). Þegar myndavélinn nálgast þá fer fólk að átta sig á því að þetta er stelpa sem er að ganga þarna (svona 9ára). Stelpan er í mjög gamaldags fötum (frá 1900). Þegar myndavélinn nálgast hana enn meira þá sést það að stelpan er í einhverskonar trans og hún nötrar öll (eins og hún sé með flogakast). Myndavélinn vélinn kemur alveg upp að henni og þá stopar stelpan og hættir að nötra. Síðan fellur hún til jarðar (hnígur beint niður). Þetta gerist mjög hægt

Skjárinn verður svartur, rétt áður en hún fellur á jörðina og hann er svartur í svona 1 sec.

Síðan erum við kominn inn í eldhús á venjulegu bresku heimili. Þar er kona (30ára) að taka til morgunmat. Er að elda egg. Hún tekur þau upp og setur þau á disk. Síðan labbar hún upp á aðra hæð á húsinu og opnar dyr á herbergi sem að lítur út fyrir að vera stelpu herbergi, bleikt og með böngsum upp við veggina. Síðan labbar konan inn og myndavélinn eltir hana (á eftir henni). Síðan þegar myndavélinn er kominn inn og horfir á bakið á konuni þá fer myndavélinn að liftast upp og horfa yfir öxlina á henni. Og þegar við erum farin að geta horft yfir öxlina á konunni þá situr stelpa (sama stelpa og datt í upphafi) í svona gömlum viðar stól, Hún er með hausinn hallaðaðan niður að brjósti og situr mjög boginn í stólnum. Hún ruggar sér fram og til baka.
Síminn hringir og konan (sem er mamma þessarar stelpu) leggur diskinn á borðið og gengur rösklega úr herberginu og við sjáum hana taka upp síman. Myndavélinn horfir upp frá símanum og að konunni. Við heyrum ekki hvað viðmælandi konunar segir en konan segir “já, við bíðum þá eftir þér”. Síðan leggur hún síman á. Þegar hún labbar aftur inn í herbergið hjá stelpunni hefur stelpan ekki snert matinn og hún lítur ekki upp. Mamman verður mjög sorgmædd og skelkuð á svipinn, hrifsar diskinn af borðinu og gengur harkalega út úr herberginu. Þegar mamman er farinn út, þá kreppir stelpan hægri hendina og fer að klóra sig mjög heiftarlega í vinstri hendinni (hún hreifir samt ekki hausinn)

Myndavélinn fer að hreyfast hægt um herbergið. Þetta er venjulegt stelpuherbergi fyrir utan það að, að það er allt mjög gamaldags og engir nýjir hlutir. Svarthvítar myndir upp á vegg allar dúkkur eru mjög gamlar að sjá en samt vel farna.

Þegar við erum búin að fara einn hring í herberginu og erum komin aftur að stelpunni, þá allt í einu hættir hún að klóra sig. Síðan örfáum sekúntum seinna þá hringir bjallan og við sjáum þá mömmuna labba að dyrunum. Þegar hún opnar þá stendur eldri maður(65ára) fyrir utan dyrnar. Hann er í brúnum jakkafötum og með kross um hálsinn. Konan er mjög sátt við að sjá hann og býður honum inn. Þau labba inn í svona setustofu. Þau setjast í sitthvoran stólinn og maðurinn fer að ræða við konuna…

Hún: Ég bara vissi ekki hvað ég get gert meira. Ég er gjörsamlega búin *grátur*
Hann: Skiljanlega. Þetta er ekkert einfalt ástand sem þú ert í
Hún: Ég er mjög hrædd við hana. *grátur* Mína eiginn dóttur
Hann: Við tökum hana að okkur. Við skulum sjá um hana. (hann stendur upp)

Mamman stendur upp og grætur og grætur. Hún gengur að glugganum og horfir út. Myndavélinn beinist ennþá að stólunum þar sem þau sátu (glugginn er fyrir framan stólana)…<br><br><font color=“#808080”><b>baldvin mar smárason</b></font>
<a href="http://www.bmson.is“><font color=”#C0C0C0“><b>heimasíða</b></font></a>
<a href=”http://server.bmson.is/portfolio“><font color=”#C0C0C0“><b>portfolio</b></font></a>
<a href=”http://www.ground-unit.com“><font color=”#C0C0C0"><b>linka safn</b></font></a