Þetta fer eftir því hvaða skjákort þú ert að nota til að setja út í sjónvarpið og eins hvaða driver þú ert með fyrir kortið.
Flest kort ættu að vera með einhvers konar stillingar fyrir TV-Out þar sem þú getur stjórnað hæð og vídd myndarinnar eins og hún kemur fyrir á sjónvarpinu.
Aðal ástæða þess að þessir svörtu rammar eru á myndinni, er vegna þess að ef öll bandvídd sjónvarpsins er nýtt myndi hluti myndarinnar vera útaf skjánum.
Til að tryggja að þú sjáir allt (t.d. start takkann í Windows eða eplastikuna á Mac) er ekki notað svokallað overscan (sem er notað í öðru myndefni eins og dvd og video). Overscan gerir það að verkum að myndefnið nær örlítið útfyrir skjáinn og kemur í veg fyrir ramma (sem væru óneitanlega hallærislegir þegar horft er á almennt sjónvarpsefni). Með því að nota ekki overscan (sumir vilja frekar segja ‘að nota underscan’) er tryggt að allt efnið sem þú sendir út sjáist á skjánum og þannig sé tölvan nothæf í sjónvarpi.
Sum skjákort bjóða uppá þann möguleika að nota Overscan til að þú getir fyllt betur upp í skjáinn (eins og t.d. við að horfa á DVD), en það er þó líka háð þeim driverum sem notaðir eru.
Það sem einhver sagði um upplausnina 720x576 og að það væri vandamálið, er eiginlega ofureinföldun. Upplausn digital video hefur í raun ekkert með ‘sjónvarpsupplausn’ að gera og enn síður með upplausn tölvuúttaks að gera. Sjónvarp er analog tækni sem byggir á scan-línum (625 línur í PAL, 525 í NTSC) sem varpað er á myndflötinn einni í einu með photonbyssu í myndlampa sjónvarpsins. Sú upplausn digital video sem er notuð, er stöðluð upplausn sem þykir ná hvað skýrastri mynd í þessum tiltekna fjölda scan-lína, þar sem hvorki þarf að stækka né minnka myndina til að hægt sé að deila henni niður á scan-línurnar.
Þegar skjákortið þitt (eða utanáliggjandi converter, sama hvort er) sendir mynd úr tölvunni í sjónvarp, þarf það að breyta VGA upplausninni í analog sjónvarps signal. Það á því að breyta litlu hvort sem um 640x480 VGA upplausn, 800x600 SVGA upplausn eða 1024x768 XGA upplausn er að ræða, allt á þetta að fara út sem analog PAL (eða NTSC eftir atvikum). Ef upplausnin á VGA signalinu er meiri eða minni en þessi staðlaða PAL & NTSC upplausn, þarf að breyta stærð myndarinnar sem undantekningalaust felur í sér að myndefnið verður loðið og óskýrt (prófaðu að taka screenshot af skjánum þínum, opna það í Photoshop og minnka upplausnina um 50% og láta myndina svo fylla út í skjáinn aftur, pírðu svo augun aðeins og sjáðu hvort þú getur ennþá lesið textann - það er í raun það sem gerist í þessum tilvikum).
Converterinn þarf auðvitað að gera ýmislegt fleira en þetta, en fyrir það sem við erum að tala um er þetta grundvallaratriðið.
Því hærri sem upplausnin er sem þú sendir í sjónvarpið úr tölvu, þ.e.a.s. ef hún fer yfir venjulega VGA upplausn 640x480, því lélegri verður afraksturinn, ef hún er lægri eru gæðin líka lakari en kannski meira kubbsleg en loðin. Það fer eftir skjákortum og driverum (eða gæðum á utanáliggjandi converter) hvernig endanleg myndgæði verða. PAL er á soldið erfiðu svæði þar sem þær línur sem fara í sjónvarpið passa ekki nógu vel við VGA upplausnir og því þarf annað hvort að stækka eða minnka myndina í signal breytingunni og verður því alltaf örlítið lakara en NTSC sem þarf ekki breytingu til að virka með 640x480.
Ef til væri VGA upplausn sem hefði 576 punkta á hæðina, þá væri þetta mun minna mál í meðförum.
Í PAL (og að því er virðist hjá þér) er þetta oft leyst með því að láta bara VGA upplausnina fara í gegn óbreytta, en þá koma alltaf svartir rammar í kring. Þú segir að hjá þér fari 800x600 út fyrir sjónvarpið. Það segir mér að það kort sem þú notar (eða converter) breytir stærðinni nákvæmlega ekkert og því er líklegt að þú þurfir að skipta um búnað til að ná mynd í sjónvarpið sem ‘passar’.
Þetta snýst allt um að vera með rétta búnaðinn sko…
Vona að þetta komi að einhverju gagni…
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.