Og síðustu Beta-tækin voru framleidd af Sony núna um áramótin *sniff*
Spurning hvort hægt sé að koma þessum 5 eða 6 Betamax tækjum, og 200 original BetaMax spólum sem ég á hérna inni í geymslu í verð. Og versla V2000 búnað fyrir ;)
Annars var nú bara synd að Beta skyldi ekki verða vinsælla. Ég myndi allavega gefa mikið fyrir að það væri staðallinn í dag í stað þessa hryllilega VHS. Enda væri DVD alls ekki jafn álitlegur kostur ef hvert heimili hefði fullkomið og þróað Betatæki í stofunni. En svona er þetta, Saga Beta er keimlík sögu Apple og Macintosh; mun fullkomnari og merkilegri tækni verður undir í samkeppni við ódýrt rusl, því fyrirtækið sem framleiðir gæðavöruna vill eiga tæknina eitt (Sony - Beta; Apple - Macintosh), en ruslið er gefið frjálst.
Bara smá nostalgía af minni hálfu ;)<br><br>
<b><font color=“#EFEFEF”>| ég hef tekið of stóran skammt af engu |</font></