Ég hef gert þó nokkrar bíómyndir í gegn um árin. Ég fékk nefinlega stafræna cameru í fermingargjöf frá honum föður mínum. Gsnow ætti að vita hvernig myndirnar mínar eru enda hefur hann leikið í slatta af þeim.
Þannig er mál með vexti að ég er alltaf að reyna eitthvað nýtt. Prufa önnur sjónarhorn sem maður hefur aldrei séð áður, öðruvísi tæknibrellur (ekki beint tæknibrellur heldur bara brellur) og margt margt fleira. Mig langar að getað gert brellur sem eru flottar, ódýrar og ekki erfiðar í framkvæmd.
Með þessari stuttu grein er ég að biðja um ykkar hjálp og segja mér frá eitthverjum flottum, ódýrum og léttum tæknibrellum.
Vonað fá skemmtilegar brellur
Kveðja
maurinn