Þetta tutorial kennir þér að klippa multicamera editing og hvernig á að samstilla (e. synchronise) tvær klippur í Adobe Premiere Pro CS4.
Fyrst importaru þeim klippum sem þú ætlar að nota. Búðu til nýja senu (e. sequence) og skýrðu hana multiCamSena#X .
Þegar þú ert búin að því dreguru fyrstu klippuna á tímalínuna í video rás #1 (ég miða við tvær klippur en það er hægt að gera þetta með fleiri, mest 4 held ég) þar sem hver klippa er eitt sjónarhorn á sama atburðinum.
Tvísmelltu á klippinu í tímalínunni þannig að hún birtist í Source Monitor (ef þú sérð ekki Source Monitor veldur þá Window -> Source Monitor eða ýttu á Shift +2)
Síðan finnuru heppilegan stað í klippu #1 til að samstilla báðar klippurnar.
ATH: Þú verður að finna staðinn með litla bláa bendlinum í Source Monitor, EKKI finna staðinn í tímalínunni.
Þegar þú ert búin(n) að finna góðan stað hægrismelltu á bláa bendilinn og veldu Set Clip Marker -> Next Available Numbered (eða Other Numbered, passa bara að sama númer sé á Cliper Marker á klippu eitt og tvö)
http://www.simnet.is/haribo/tutorials/multiCamera/MC_clip_marker.jpg
Þá birtist lítill merkimiði á klippuna á þeim stað sem þú valdir. Hann er númeraður.
ATH: Ef þú ert sjálf/ur að skipuleggja svona multicam tökur þá er ekki vitlaust að nota klappborð eða einfaldlega klappa sjálfur. Þá geturu samstillt allar klippurnar við þann stað.
ATH: Passa að þeir punktar sem þú ætlar að samræma í klippunum séu allir með sama númer, sjá næsta skref.
http://www.simnet.is/haribo/tutorials/multiCamera/MC_SyncPoint.jpg
Premiere færir þá klippurnar á réttan stað fyrir þig og ef þú valdir sama punkt á báðum þá eru þær samstillar.
Búðu til nýja senu. Skýrðu hana Sena#X.
Settu senuna multiCamSena#X í tímalínu Sena#X.
Hægri smelltu og veldu Multi-Camera -> Enable
Smelltu á Window - > Multi-Camera Monitor.
Þá opnast þessi gluggi:
http://www.simnet.is/haribo/tutorials/multiCamera/MC_Monitor.jpg
1) Klippa #1
2) Klippa #3
3) Klippa sem er sýnd
4) rec takkinn
Guli kassinn segir þér að hvaða skot er í sýnt í augnablikinu.
Núna farið nokkrar sekúndur inn í senuna og ýtt á klippu tvö. Premiere skiptir þá á þeim stað yfir á klippu tvö og heldur henni þangað til þú velur klippu eitt, o.s.frv.
Ef klippingin er á röngum stað geturu alltaf breytt því með Rolling Edit Tool.
Sé ýtt á rec takkann í Multi-Camera Montior og síðan play þá er þetta eins og þú sért að stjórna beinni útsendingu, þú sérð allar klippurnar(rauður kassi utan um þá klippu sem er í „útsendingu“) og skiptir um klipp með því að ýta á þá klippu. Þegar þú ýtir svo aftur á rec takkan og stop þá uppfærir Premiere klippurnar sem þú gerðir og eins og áður er hægt að fínstilla klippið með Rolling Edit Tool.
Vona að þetta hafi skýrt Multi-Camera klippingu í Premiere Pro CS4.
Njótið.
Harib0 - det er godt =)