MultiCamera klipping í Adobe Premiere Pro CS4
Þetta tutorial kennir þér að klippa multicamera editing og hvernig á að samstilla (e. synchronise) tvær klippur í Adobe Premiere Pro CS4.

Fyrst importaru þeim klippum sem þú ætlar að nota. Búðu til nýja senu (e. sequence) og skýrðu hana multiCamSena#X .
Þegar þú ert búin að því dreguru fyrstu klippuna á tímalínuna í video rás #1 (ég miða við tvær klippur en það er hægt að gera þetta með fleiri, mest 4 held ég) þar sem hver klippa er eitt sjónarhorn á sama atburðinum.
Tvísmelltu á klippinu í tímalínunni þannig að hún birtist í Source Monitor (ef þú sérð ekki Source Monitor veldur þá Window -> Source Monitor eða ýttu á Shift +2)
Síðan finnuru heppilegan stað í klippu #1 til að samstilla báðar klippurnar.
ATH: Þú verður að finna staðinn með litla bláa bendlinum í Source Monitor, EKKI finna staðinn í tímalínunni.
http://www.simnet.is/haribo/tutorials/multiCamera/MC_blai_bendill.jpg

Þegar þú ert búin(n) að finna góðan stað hægrismelltu á bláa bendilinn og veldu Set Clip Marker -> Next Available Numbered (eða Other Numbered, passa bara að sama númer sé á Cliper Marker á klippu eitt og tvö)

http://www.simnet.is/haribo/tutorials/multiCamera/MC_clip_marker.jpg

Þá birtist lítill merkimiði á klippuna á þeim stað sem þú valdir. Hann er númeraður.
ATH: Ef þú ert sjálf/ur að skipuleggja svona multicam tökur þá er ekki  vitlaust að nota klappborð eða einfaldlega klappa sjálfur. Þá geturu samstillt allar klippurnar við þann stað.
Gerðu nákvæmlega það sama fyrir klippu tvö, nema settu hana á video rás #2
ATH: Passa að þeir punktar sem þú ætlar að samræma í klippunum séu allir með sama númer, sjá næsta skref.
Veldu báðar klippurnar í einu og hægri smelltu á aðra hvor þeirra. Veldu Synchronize -> Numbered Clip Marker og veldu sama númer og er á merkimiðum klippanna.

http://www.simnet.is/haribo/tutorials/multiCamera/MC_SyncPoint.jpg

Premiere færir þá klippurnar á réttan stað fyrir þig og ef þú valdir sama punkt á báðum þá eru þær samstillar.

Búðu til nýja senu. Skýrðu hana Sena#X.
Settu senuna multiCamSena#X í tímalínu Sena#X.
Hægri smelltu og veldu Multi-Camera -> Enable
Smelltu á Window - > Multi-Camera Monitor.
Þá opnast þessi gluggi:

http://www.simnet.is/haribo/tutorials/multiCamera/MC_Monitor.jpg

1) Klippa #1
2) Klippa #3
3) Klippa sem er sýnd
4) rec takkinn

Guli kassinn segir þér að hvaða skot er í sýnt í augnablikinu.
Núna farið nokkrar sekúndur inn í senuna og ýtt á klippu tvö. Premiere skiptir þá á þeim stað yfir á klippu tvö og heldur henni þangað til þú velur klippu eitt, o.s.frv.
Ef klippingin er á röngum stað geturu alltaf breytt því með Rolling Edit Tool.
Sé ýtt á rec takkann í Multi-Camera Montior og síðan play þá er þetta eins og þú sért að stjórna beinni útsendingu, þú sérð allar klippurnar(rauður kassi utan um þá klippu sem er í „útsendingu“) og skiptir um klipp með því að ýta á þá klippu. Þegar þú ýtir svo aftur á rec takkan og stop þá uppfærir Premiere klippurnar sem þú gerðir og eins og áður er hægt að fínstilla klippið með Rolling Edit Tool.

Vona að þetta hafi skýrt Multi-Camera klippingu í Premiere Pro CS4.
Njótið.
Harib0 - det er godt =)