Basicin í Final cut pro (og örugglega flestum final cut forritum) Ég ætla hér að fara yfir helstu atriðin í final cut pro sem mér finnst hjálpa og gæti verið mikilvæg.

En fyrst ætla ég að fara yfir hvað heitir hvað í forritinu, kannski heitir þetta ekki allt það sama í mismunandi final cut forritum þannig:

Browser: Þangað fara klippurnar þegar þú importar þeim.

Viewer: Þegar þú tvíklikkar á klippur í browsernum þá sérðu klippurnar hérna. Sama með þegar maður setur inn texta sem ég fer í á eftir.

Canvas: Þarna sérðu lokaútgáfuna af videoinu þínu þegar þú ert búinn að rendera sem ég fer líka í.

Timeline: Þar seturðu klippurnar eða textana eða hvað sem þú ert að setja inn.

Tool palette: Þar geturðu valið hvaða tól þú notar.

Audio Meters: Þar sérðu einfaldlega hljóðið.

Svo fer ég fyrst yfir alveg mestu grundvallaratriðin í final cut fyrir þá sem eru nýbyrjaðir, svo fer í aðeins flóknari hluti en því flóknari sem þeir eru, því flottari verður útkoman :)

1. Að rendera.

Þetta pirraði mig svoldið fyrst þegar byrjaði að nota svona “advanced” klippiforrit, að þurfa alltaf að rendera allt sem maður gerir, en maður gerir það með því að fara í Sequence>render selection> og velur hvað þú þarft að rendera, eða einfladlega ýtir á command og R.
Fyrst að talvan mín er soldið leiðileg þá á hún það til að rendera lagið sem er undir vitlaust þegar ég rendera video þannig ég er búinn að venja mig á að læsa alltaf laginu mað því að ýta á lásinn sem er til vinstri á timeline inu.

2. Að setja inn texta

Þetta pirraði mig líka pínu af því að ég fann svo lítið af leiðbeiningum og endaði á að þurfa að lesa fyrstu kaflana á user manualinu sem kom með final cut (Ég mæli ekki með að að lesa hann).
En textarnir eru staðsettir í browsernum, efst uppi í honum sérðu nokkra flipa, sá sem er lengst til hægri ætti að heita “effects”. Þú ferð í hann og þar sérðu sirka 6 möppur. Ein af þeim heita “video generators”. Farðu í hana og þá koma fleiri möppur, mappan með bestu textunum að mínu mati er einfaldlega text.
Svo segir restin sig soldið sjálf, þú velur þá textagerð sem þú villt og þá sérðu hana koma í viewernum, þaðan ferðu svo í controls og þar geturðu breytt honum nánast eins og þú villt.
Hinar möppurnar í video generators eru með flóknari textum og allskonar öðru sem ég ætla ekkert að fara í strax.

Eitt líka sem ég vill bæta við hér, þegar ég er að gera texta þá dreg ég oft video flipann til hliðar yfir browserinn og þá kemur nýr gluggi sem sýnir útkomuna, þá þarf maður ekki alltaf að vera að skipta úr controls yfir í motion.

3. Að skipuleggja sig

Þetta einfaldar mjög mikið. Til dæmis er mjög gott að skýra hverja klippu viðeigandi nafni til þess að maður geti séð strax hvað er í klippuni og geti farið að nota hana. Ég líka geri oft nýja möppu í browsernum með því að hægriklikka á hann og velja “New Bin”. Síðan skýri ég hana “Búið að nota” og set svo þangað þær klippur sem ég er búinn að nota.
Seivaðu líka alltaf klippurnar á tölvuna/harðann disk og eyddu þeim svo bara þegar videoið er tilbúið og komið í quicktime fæl eða hvernig fæl sem þú villt. Ef þú klippir videoin beint af cameruni og aftengir cameruna þá far klippurnar “offline” sem þýðir að final cut finnur ekki lengur uprunalegu klippurnar en þá er þér boðið uppá að finna aftur klippurnar í tölvuni þinni eða hvar sem þær eru.

4. Að færa til klippur/texta í canvas-inum og snúa þeim.

Það eru til tvær leiðir en ég ætla ekkert að flækja þetta svo ég segi bara styttri leiðina, prófaðu fyrst að klikka bara á klippuna/textann og ef það kemur X yfir klippuna með punkti í miðjuni (sést hvernig hún er valin HÉR) þá skaltu lesa aðeins áfram. Ef ekki þá ættiru að sjá 3 dropdown lista, veldu þennann lengst til hægri og veldu þá valmöguleikann “image+wireframe”. Þá ættirðu að vera kominn með þetta X. Þá er það eins einfalt og það gerist, dragðu klippuna til eins og þú vilt í canvasnum. Ekki flóknara en það.
Til að snúa klippunum þá þarftu að hafa klippuna valda og færir músina á hornið á klippunum, en ekki alveg á það heldur aðeins fyrir ofan það, þá breytist örin í svona snúningstakka og þú bara dregur hana til að snúa klippuni.
Þú getur líka tvíklikkaða á klippuna í timeline-inu og farið í “motion” flipann og snúið örinni sem ætti að vera þar ofarlega.

5. Að nota keyframes (að láta klippurnar/textann hreyfast).

Fyrst skaltu setja örina sem sýnir hvar canvasinn er að sýna (Sést hér á endanum á klippuni) þangað sem þú vilt að videoið/textinn byrji að hreyfast.
Síðan finnurðu lítinn takka undir canvasinu sem er í laginu eins og tígull og ýtir á hann, passaðu að vera með klippuna/textann valdann og þá sérðu að X-ið sem ég talaði um áðan verður grænt.
Færðu síðan timeline örina þangað sem þú vilt að videoið/textinn hætti að hreyfast. Síðan dregurðu klippuna í canvas-inu þangað sem þú villt að klippan hreyfist og ýtir aftur á takkann.

6. Að kroppa (cropping).

Fyrst vill ég taka það fram að það er ekki hægt að klippa klippurnar út eins og með skærunum í photoshop og svoleiðis. Eina sem kemst nálægt því er “eight point garbage matte” sem ég ætla ekki í.

Allavega til að kroppa klippurnar þá tvíklikkaru á klippuna og ferð í “motion” í viewernum, ferð í drop-down menu sem kallast “Crop” og þar geturðu dregið flipana til eftir því sem þú vilt. Edge feather þýðir hversu mikið kanntarnir á klippuna feida út.
Önnur leið til að kroppa er að fara í tool palettuna og velja ÞETTA tól, bara klikkar á það og ferð síðan á kanntana á valdri klippu og þá sérðu að örin breytist og síðan dregurðu einfaldlega kanntinn þangað sem þú vilt kroppa hann

7. Transitions

Voða lítið að segja hér, en transitions eru það sem lætur klippurnar skiptast yfir í aðrar klippur með eitthverjum misflottum hætti. Ég er persónulega á móti svona transitions, nema bara fade in/out transitions. Ekki vera að nota svona þannig að þær opnist í hring eða skiptist upp í stjörnum, það lýtur alltaf kjánalega út.
Allavega þá eru transitions (ef eitthver getur þýtt þetta orð almennilega þá væri það vel þegið) staðsettar í browsernum undir effects flipanum, nema núna ferðu í video transitions, þar eru allskonar mismunadi transitions en ég nota bara úr dissolve möppuni.

8. Að breyta layoutinu á browsernum

Það er hægt að velja hvort þú viljir sjá klippurnar í lóðréttum lista eða sem iconar.
Til þess að gera það þá hægriklikkaru á browserinn og velur “view as small/medium/large icons”, veldu bara það sem þér finnst þægilegt. Svo geturðu líka séð klippurnar í lóðréttum lista með því að velja “view as list”.

_________________________________________________________________________________________________________________

Já ég held að þetta séu svona helstu atriðin sem mér finnst mikilvæg að kunna þegar maður er að byrja.

Ef það eru eitthverjar spurningar þá skal ég gera mitt besta til að svara þeim, ég kann líka slatta af “advanced” trikkum þannig það má alveg koma með flóknari spurningar.

Ef ég er að gleyma eitthverju, látið vita og ég skal reyna að svara eins og ég get.

Vonandi hjálpaði þetta, þesi grein hefði hjálpað mér mikið þegar ég var að byrja á final cut.

Ég vill líka taka það fram að þessar leiðbeiningar eru gerðar eftir final cut pro 5.0.4, þannig ef þú ert að nota final cut express þá eru góðar líkur á að þetta sé öðruvísi hjá þér en ég bara veit ekki hvernig final cut express er þannig :)
Stjórnandi á /hjol