Ásgrímur Sverrisson, leikstjóri og handritshöfundur (og fyrrum ritstjóri Lands & sona), hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sem haldin er af Kvikmyndafélagi Íslands. Stuttmyndadagar hafa verið haldnir allt frá 1991 og þar hafa fjölmargir kvikmyndagerðarmenn, sem síðar hafa getið sér gott orð, stigið sín fyrstu spor. Má þar m.a. nefna Árna Óla Ásgeirsson, Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur, Rúnar Rúnarsson, Ragnar Bragason, Róbert Douglas, Grím Hákonarson, Reyni Lyngdal og Gunnar B. Guðmundsson.
Í fyrra var það myndin Hux eftir Arnar Már Brynjarsson sem hlaut fyrstu verðlaun. Í öðru sæti var Monsieur Hyde eftir Veru Sölvadóttir og Post it eftir Hlyn Pálmason varð í þriðja sæti. Áhorfendaverðlaunin fékk Uniform Sierra eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur.
Frestur til að skila inn myndum rennur út þann 11. maí en nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu hátíðarinnar; stuttmyndadagar.is.
Sleepless In Reykjavik