Ég var að svara pósti frá Skatman hér:
http://www.hugi.is/kvikmyndagerd/threads.php?page=view&contentId=6463492

og ákvað að breyta því svari í grein fyrst að það er svo langt síðan það kom almenileg grein hingað inn…vonandi hjálpar þetta sem flestum og endilega spurjið, fara betur útí eða leiðréttið ef þið sjáið eithvað athugavert eða vanta uppá hjá mér…

Reynum nú að lífga aðeins upp á þetta áhugamál !

en hér kemur greinin:

Spurning

Ég ætla að byrja á því að nefna að ég er splunku nýr á Huga og vona að ég sé að skrifa í réttan dálk og allt það.

En semsagt ég og félagar mínir höfum mikinn áhuga á að búa til biómynd. Ég hef alltaf haft áhuga á svona löguðu og hef leikið mér mikið með klippingu(Pinnacle Studio) og tekið upp.

Nú viljum við stækka aðeins við okkur og mig langar að kaupa mér (Semy) Pro upptökuvél en veit ekki hverju ég á að leita eftir. Ég er búinn að vera að lesa mig mikið til en það væri gott að fá útsýringu á lykilhugtökum þegar kemur að bæði Tökuvélum og öllu sem við kemur kvikmyndargerð (Ljósbúnaður, tæki og tól).

Það sem ég þarf mest hjálp í er eftirfarandi:

* Leit að góðri upptökuvél (hef verið að skoða þessar vélar http://canon.nyherji.is/html/atvinnuvelar.html)

* Hvaða klippiforrit er best að nota uppá að fá sem flottasta mynd og effekta.

* Hvað væri sniðugast að gera þegar kemur að því að fá lýsingu (Bæði úti, og inni í dimmu vöruhúsi)

* Fá Pointers, einhver heilræði væru mjög vel tekin:)


Svar:

Kauptu bestu vélina sem þú hefur efni á - því betri vél, því betri mynd

Búnaður:
Passaðu að vélin sé með XLR tengi, annað er kjánalegt,
því að þú þarft að fá þér míkrafóna til að fá gott hljóð - Fáðu þér Shotgun mic og bómu, mjög gott að eiga þráðlausa mic-a líka
Fáðu þér einnig góð, lokuð headphone til að monitora hljóðið, aldrei taka upp hljóð án þess að monitora það

Ljót mynd fyrirgefst ef þú ert með gott hljóð en falleg mynd með lélegu hljóði er óhorfandi á, ef sagan er góð gleymist myndin oft, þegar hljóðið er gott

Ef þú átt lítið sjónvarp er helvíti gott að tengja myndavélina við það fyrir leikstjórann, svo að honum bregði nú sem minnst þegar kemur að því að klippa…oft missir cameru maður að einhverju skrítnu í bakgrunninum sem leikstjórinn sér á sjónvarpinu


Tölvur/Klipping:
Ef þú ert á PC mæli ég með AVID eða PREMIERE
Ef þú ert á makka mæli ég með FINAL CUT
Ef þú ert að pæla að fá þér tölvu sértaklega til að klippa á, mæli ég með makka og þá Final cut

Ljós:
Alvöru ljós eru rosalega dýr, ég mæli með að þú farir út í Byko/Húsasmiðjuna og kaupir þér ódýra vinnukastara á stöndum, með hvítu ljósi
Farir svo í bökunarskúffuna hjá mömmu þinni og stelir því sem kallast bökunarpappír, með honum geturðu deyft ljósið, Diffuse-að eða Soft-að það ef það er of sterkt, getur lagt það saman til að tvöfalda þykktina og tvöfaldað þannig hversu mikið ljós það “softar”

Næst skaltu fara út í Hljóð-X eða Exton og kaupa þér:
1x rúllu af 1/2 OTB ( hálfur blue)
1x rúllu af 1/2 CTB (hálfur orange)

þú brýtar 1/2 CTB eða 1/2 OTB einu sinni saman til að fá 1 CTB eða 1 OTB ef hálfur er ekki nóg til að leiðrétta ljós litinn…

Þessar rúllur kallast Gel, þú notar semsagt gelið til að leiðrétta lýsingu
(getur líka stolið þessu á næstu tónleikum sem þú ferð á, en þá eru miklar líkur að gelið sé skorið í of litla búta fyrir þín ljós)

Þegar þú ferð í tökur þá byrjarðu að setja hvíttan flöt (pappír er nóg) fyrir framan vélina og tekur það sem er kallað “White Balance” þá stillir vélin sig á réttan lita balance miðað við hvar hún er…oft gerir maður þetta mörgum sinnum á dag, lýsing breitist yfir daginn og ekki er eins lýsing í öllum herbergjum, gott að gera þetta bara um leið og þú kveikir á vélinnni
ok, þegar þú ert úti þá er lýsingin frekar blá, þegar þú ert inni er lýsingin frekar rauð

Prófaðu að nota Gelin á kastarana, sjáðu hvað myndin verður miklu fallegri og “rétt”

Aldrei nota neitt sem heitir “Automatic” á vélinni þinni, þú villt nota “Manual” af þú að þú villt hafa fulla stjórn á öllu sem vélin þín er að gera, lærðu að pull-a fókus og lærðu að stjórna hljóð levelunum þínum

svo er ekkert rétt eða rangt í lýsingu, bara spurning um stíl, ef lýsingin þín inni í dimma vörushúsinu er flott þá er hún rétt

Best er samt að hugsa lýsingu í þremur stigum:
Key light, sem er aðal ljósið þitt, sterkasta ljósið þitt, getur hugsað um það sem sólina þína, key-ið lýsir allan flötin sem þú villt lýsa

Fill fill-ið þitt er oftast með diffuse á sér, því annars lendirðu í því að húðin fer að “brenna” (sést bara hvítur flötur í viewfindernum á vélinni)
fillið er svona andlitsljós…gefur smá fyllingu í andlit, oft kemst maður upp með það að láta key ljósið nánast alveg í friði en færir fill ljósið til og frá eftir því á hvern maður er að skjóta

Backlight backlightið er soldið svona það sem lyftir viðfangsefninu þínu upp úr bakgrunninum, teiknar það betur út

En eins og ég sagði áðan, ef það lookar vel, þá er það rétt lýsing

Eitt í sambandi við upptökur,
Taktu ALLTAF vítt establishing skot af rýminu sem leikararnir eru í, það hjálpar áhorfandanum að staðsetja sig í söguþræðinum, þessi skot eru mjög oft notuð sem upphafskot, það er samt ekki heilagt…leiktu þér með það
Taktu ALLTAF medum-vítt skot af leikurnum þínum
Taktu ALLTAF two-shot af báðum leikurunum sem eru að tala saman ( ef það eru fleirri en einn í senunni auðvitað)
Taktu ALLTAF Close-up skot af leikurunum þínum, helvíti gott að gera þessi skot yfir öxl
Taktu ALLTAF mynd af því sem leikarinn sér til að eiga í CUT-AWAY

Þá muntu aldrei lenda í vandræðum í klippingu…

A-skot sem er klippt yfir í B-skot sem klippir aftur yfir í A-skot er yfirleitt mjög ljót klipping, reyndu að eiga möguleika á þriðja sjónarhorninu…
þá rennur myndin þín betur, lookar meira pro og þá áttu líka fleirri möguleika á góðu hljóði


Það er pottþétt eithvað sem ég er að gleyma að nefna,
mjög líklega veistu eithvað af þessu sem ég er búinn að nefna
en til örryggis taldi ég það upp…fleirri geta þá vonandi lært af því…
Allavega…vonandi hjálpaði ég þér eithvað !

Skemmtu þér að búa til stuttmyndir, hlakka til að sjá eithvað frá þér !

Sleepless In Reykjavik