Film as dream, film as music. No art passes our conscience in the way film does, and goes directly to our feelings, deep down into the dark rooms of our souls.
Þessi orð lét leikstjórinn Ingmar Bergman falla um kvikmyndagerð. Sá maður kemur hreint ekki af tómum kofanum þegar kemur að kvikmyndagerð. Bergman hefur óumdeilanlega haft talsverð áhrif á kvikmyndagerðamenn um allan heim.
Hann hafði líka lög að mæla, góð kvikmynd getur haft áhrif. Fáar listgreinar geta haft jafn stórkostleg áhrif á tilfinningar manna og hugsunarhátt og tekið jafn stórt stökk inn í hið mikla fyrirbæri sem sálin er. Kvikmyndagerð er magnþrungið tjáningarform mannsins og er hægt að láta sköpunnargleðinni gersamlega lausan tauminn og möguleikarnir ótakmarkaðir.
Fólk með áhuga á listformi sem þessu ætti ekki að hika við að frelsa ímyndunaraflið í sér og nýta alla sýna hæfileika og metnað í að gera kvikmyndir. Ekkert ætti að hindra fólk í kvikmyndagerð, hvorki ríkisstjórnin né guð. Listsköpunin er óstöðvandi!
Ég á hinn bogin er fórnalamb þess illa. Ég er ekki maður mikillar tæknikunnáttu, þ.e.a.s tölvur og rafmagn eru ekki mín sérgrein. En ég og samband mitt við myndavélina er einstakt. Við erum eitt, hugur minn og linsan. Þess vegna er þessi grein skrifuð út úr sorgmæddu, þjáðu hjarta listamannsins sem stendur einn að vígi í þessari baráttu.
Myndavélin mín er frá SONY og er af gerðinni DCR-SR72 í hópi HDD véla. Sem sagt hún hefur harðan disk í stað spólu eða diska. Linsan er 37 mm og ljósopið 1.8/2.5-62.5. Góð vél að mínu mati fyrir styttra komna.
Forritið sem ég styðst við til að klippa er frá Adobe og heitir Preimiere Pro 7.0. Það er mjög þróað og er ég farinn að kunna ýmislegt nytsamlegt þegar kemur að klippingu. En vandamálið birtist ekki fyrr en þegar kemur að „importi“ og kemur þá í sinni verstu mynd. Þegar ég tengi vélina og geri allt klárt þá kemur bara „Error. Unsupported audio file.“ Klippurnar sem ég set inn eru á formatinu MPEG og kann ég ekki að breyta því né veit ég hvaða format á hljóði eða mynd Premiere Pro þarf.
Ég skrifa þetta greinabrot í von um að hjálp berist frá hugrökkum og fjörgáfuðum hugurum.
Sorgmæddur kveð ég.
Le temps détrouit tout…
Guð blessi trúleysið