Góðan dag/kvöld/nótt.

Hér er ég með þrjár animation myndir sem ég vann í magmiðlunarskólanum. Það er víst enginn síða sem tekur animation fyrir undir /margmiðlun. Þannig ég hendi þessu bara hérna inn. Vona bara að þið hafið gaman að þessu.

En Svo er mál með vexti að ég er enganveginn nógu klár í að “embedda” video beint hingað af youtube. Ég var að reyna að ná þessu en ég neyðist bara til þess að linka ykkur beint á youtube í stað þess að sjá einhverja ljóta HTML runu. Ég vona að það sé í lagi. (lagað af stjórnanda)

Fyrsta myndin nefnist "A.K.I". Það stendur fyrir Artificial K9 Intelligence (hunda-gerfi-greind). Þetta var mitt fyrsta stop-motion animation og kanski það sem mér þykir vænst um.

Verkfæri: Myndavél, Bonix iStopmotion og Final Cut.

[youtube]http://youtube.com/watch?v=AgKPuk7CbxU

Önnur myndin nefnist "Television Junkie“. Það mun vera mitt annað Stop-motion verkefni og prufaði ég mig áfram með leirkall. Tekið upp á skrifborðinu mínu með ”blue-screen" og bakgrunnur teiknaður í 3dstudio max.

Verkfæri:Myndavél, Bonix iStopmotion, Final Cut, Photoshop, Combustion og 3d Studio Max.

[youtube]http://youtube.com/watch?v=sEgtvpjnAaA

Þyrðja og seinasta myndin nefnist "Have a Good Life" og var það útskrifarverkefnið mitt í Margmiðlunarskólanum. Þetta er 3d-stuttmynd sem tók alla önnina að gera. Allt frá hugmynd, handriti, story-boardi, proplista, 3d-vinnslu (modeling-animation), hljóðvinnslu og eftirvinnslu.

Verkfæri:3D Studio Max, Cubase, Photoshop, Combustion, Final Cut og ennþá meira 3D Studio Max.

[youtube]http://youtube.com/watch?v=oXLJFtBE_EE