Nýtt á kvikmynd.is
Undanfarna mánuði höfum við gert tilraunir með að sýna sjónvarpsþættir sem hafa verið sýndir á Skjá einum, með góðfúslegu leyfi höfundanna, og hafa þeir þættir notið mikilla vinsælda. Þessir þættir eru: Sigtið, Venni Páer(ekki lengur í sýningu) og Geimtíví. Það er þægilegt að geta horft á uppáhaldsþættina sína hvenær sem er, í stað þess að vera bundinn yfir sýningartímanum í sjónvarpinu. Við höfum nú nýverið einnig bætt við 3.hæð, sem er vídeóbloggþáttur með þremur aðalpersónum og verðskuldar nokkra athygli.
Af öðru efni sem við leggjum áherslu á um þessar mundir er Evróvisjón, og reynum við eftir bestu getu að verða okkur úti um öll lögin sem koma til með að keppa í Finnlandi um leið og þau eru fáanleg.
Óskum eftir þáttagerðarfólki
Hefurðu ódrepandi áhuga á kvikmyndum, tónlist, vídeóum, netinu, fréttum eða einhverju öðru og langar til að deila þessum áhuga þinum með öðrum? Langar þig til að vera með þinn eigin netsjónvarpsþátt, spjallþátt, fréttaþátt eða ertu kannski nú þegar byrjarður að búa til þína eigin þætti? Við óskum eftir sjónvarpsþáttum á kvikmynd.is. Í boði er aðstaða til upptöku, upptökutæki til afnota og möguleiki á smá gróða. Hafðu samband og við sjáum hvort við eigum samleið á kvikmynd@kvikmynd.is
Aukin þjónusta
Við ætlum síðar á þessu ári að halda áfram að auka þjónustuna við innskráða notendur sem og aðra og munum við tilkynna um þær breytingar þegar þar að kemur. Þangað til getur þú haldið áfram að hafa gaman af því sem við höfum upp á að bjóða.
Góða skemmtun!
Kvikmynd.is
veit að WaveTV strákarnir eru með svipaðar hugmyndir svo að næstu mánuðir gætu orðið spennandi…skora á alla að nota sumarið til að gera allavega eina stuttmynd !!
endilega sendið mail á kvikmynd.i strákana og fáið meiri upplýsinga
Sleepless In Reykjavik