Við Guðmundur Erlingsson leikstjóri erum búnir að vera að vinna í heimildarmynd nú í u.þ.b. 3 ár og nú er myndin tilbúin 72 min. að lengd.
Sigurbjörn, Guðjón og Steinþór eru vistmenn á Tjaldanesi, vistheimili fyrir þroskahefta í Mosfellsdal. Þeir hafa búið þar í nokkra áratugi í allnokkurri einangrun. Tekin er ákvörðun um að loka Tjaldanesi og tekur líf þremenninganna stakkaskiptum þegar þeir flytja í þéttbýlið, Sigurbjörn og Guðjón í Mosfellsbæinn og Steinþór í Hafnarfjörð. Fylgst er með hvernig þeim gengur í flutningunum og að aðlagast lífinu í þéttbýlinu og nýta þau tækifæri sem þar bjóðast.
Heimildarmyndin Tímamót markar nokkur tímamót, no pun intended, í íslenskri heimildarmyndagerð því aldrei áður hefir verið fjallað um málefni þroskaheftra með líkum hætti í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar. Einnig teljum við að hún sé nokkuð sérstök fyrir þær sakir að það eru hvorki þulur né viðtöl, heldur er hún uppbyggð á hefðbundin hátt með upphafi, miðju og endi.
Þetta er efni sem virðist vekja áhuga margra sem við höfum rætt við um myndina og sérstaklega virðast efnistök myndarinnar, þar sem lögð er áhersla á jákvæðar breytingar í lífi vistmannanna á Tjaldanesi, vekja forvitni og aðdáun. Gerð myndarinnar lauk í febrúar síðastliðnum og höfum við unnið að kynningu hennar hörðum höndum.
Á slóðinni hér að neðan má finna kynningarstúf og 3 min. atriði úr myndinni;
www.myspace.com/ikeaboy69
Góðar Stundir
Herbert
“What is hell, if you cannot dream of heaven?” -Sandman