
Vildi bara benda áhugasömum á nýja þjónustu á netinu fyrir alla unga kvikmyndagerðarmenn á Norðurlöndunum: www.dvoted.net
Endilega kíkið þangað. Þar er hægt að setja myndirnar sínar á netið, fá viðbrögð frá öðru ungu fólki á Norðurlöndum auk þess sem norrænt fagfólk í kvikmyndagerð gefur sitt álit. Þið getið líka sent þessum „Mentorum“ spurningar um hvaðeina og þið fáið svar innan tveggja daga. Skoðið þetta, skráið ykkur og sjáið hvað síðan hefur upp á að bjóða.
Vefurinn fór formlega í loftið á miðvikudaginn og verður ekki kynntur í fjölmiðlum fyrr en 29. nóv þannig að þetta er svona „sneak preview“! ;)
Góða skemmtun