Ég var núna að fá þessa frábæru hugdettu að koma af stað svona tutorial svæði hér á þessu áhugamáli. Best væri ef þetta væru video leiðbeiningar með útskýringum en vel hannaðar greinar með mörgum myndum er líka jafn gott.
En þá þarf bara á fá fólk í þetta og þá helst fólk með mismunandi forrit til að hafa svona sem mest af leiðbeiningum fyrir sem flesta. Þá myndum við auðvitað bara taka það að okkur að búa til tutorials fyrir mest notuðu forritin.
Hvaða klippiforrit notarðu?
Imovie: 4%
Avid: 12%
Vegas video: 16%
Final cut pro: 4%
Final Cut E: 0%
movie maker: 16%
Premier: 40%
Annað: 8%
Þarna sjáum við að í fyrst kemur Premiere, svo Vegas og þar næst MovieMaker. Samkvæmt þessu þá væri best að einbeita sér aðalega að þessum forritum.
Ég geri samt leiðbeiningar fyrir FCP þrátt fyrir það að svona fáir noti það. Auðvitað þó að forritið sé neðarlega hér á listanum þá er öllum velkomið að búa til leiðbeiningar og senda inn.
Hverjir eru til???
Hér eru forrit til að taka upp video af skjánum til að nota við gerð á video leiðbeiningum.
Fyrir Mac X
http://users.hugi.is/pottlok/forrit/iShowU.zip
Fyrir Windows 98/ME/NT4/2000/XP
http://users.hugi.is/pottlok/forrit/autoscreenrecord.zip
Til að koma leiðbeiningunum til skila þá megið þið annaðhvort maila mér þær á pottlok@simnet.is eða ef það er um video að ræða þá getið þið farið inná http://212.30.203.209/Video/tutorial og valið þar “Upphala” takkann og sett þar inn myndbandið. ATH ef myndbandið er stórt þá gæti það tekið tíma svo það er gott að sýna bara þolimæði þetta kemur allt á endanu.
Kv. Pottlok