þannig er mál með vexti (segir maður það ekki ?) að ég, hákon rokk.is og fleiri draumóramenn erum að framleiða heymildar mynd um þessa hljómsveitar “senu” sem er í gringum okkur og hefur aðsetur á www.Rokk.is
Ég hef í nokkur ár tekið upp á flestum hardcore-metal-punk tónleikum sem haldnir hafa verið í reykjavík…safnað miklu efni og náð mér í mikla reynslu..ég hef haft samband við fólk sem átti myndavél og fékk það til að taka upp með mér svo að ég ætti fleirri en eitt sjónarhorn af hverjum tónleikum…oft hef ég náð að vera með uppí 4-5-6 sjónvarhorn…í misgóðum gæðum auðvitað en þetta er samt helvíti gott oft…
hákon og eddi á rokk.is hafði samband við mig um að koma með sér í þetta verkefni og ég stökk til þó að ég hlusti kanski á svona….2-3 bönd sem eru inná rokk.is…neinei þau eru sjálfsagt fleirri…en ég sá fyrir mér að geta gert það sem ég hef mikinn áhuga á, ódýrt og fá soldinn stuðning með það..kynnast fleirrum sem eru til í taka upp og reyna jafnvel að virka fleirri…reyna kveikja áhuga…
sjálfur vinn ég við að klippa, taka upp og leikstýra auglýsingum,og sjónvarpsþáttum…í eintölu eins og er samt en sé fyrir mér að fara í fleirri svoleiðis verkefni í framtíðinni…
Hugmyndin á bakvið myndina er að sjálfsögðu umföllun um litlu efnilegu böndin…ekki böndin sem eru að “meika það”…ég er kominn með nóg af fréttum af böndum sem eru að fara “meika það” og gera það aldrei…svo er líka búið að gera þá heymildar mynd fyrir stuttu..screaming masterpiece heytir hún á enskunni en gargandi snilld á íslensku..hún er fín…maður fær soldið á tilfinninguna að það hafi verið soldill klíku skapur í kringum hljómsveita val í myndina en þetta er kanski bara smekkur kvikmyndgerðarmannsins og ef hann fílar Vínil þá er það hans mál…
Rokk.is fengu xfm verðlaunin fyrir bestu rokkheimasíðuna +a rokkhátíðinni þeirra fyrir stuttu og styrkir það vonandi starf þeirra enn meira…því að það sem þeir hafa gert fyrir íslensku grasrótar rokk böndin er ótrúlegt.. og allt í sjálfboðastarfi….
en já…aftur að heymildarmyndinni…myndin byggir að mestu upptökum af tónleikum og viðtölum við böndin, fáum að sjá við hvaða aðstæður þau æfa og kynnast þeim aðeins betur…
ég er með 6 cameru menn sem koma með sýnar eigin vélar, skjóta með sínum eigin stíl og gefa verkefninu þannig soldið hrátt look…ekki fín pússað og “dull” rúv look…sem auðvitað er fallegt look…en á ekki við þessa tónlist finnst mér að minnsta kosti…
Tónlistin er tekinn upp í gegnum mix borðið, hver einasta rás notið og mixuð eftir til að fá sem best hljóðgæði, Gústi úr nevelution mixar þetta svo fyrir okkur
Rokk í Reykjavík er mér ofarlega í huga þegar ég hugsa um hvernig ég kem svo með að vinna myndina, enda meistaraverk og kominn tími á “update”..þó er ég nú ekki að stefna á að copy-a þá hugmynd…nota hana sem innblástur frekar…
Laugardaginn 22.apríl verða lokatónleikar þessara tónleika seríu sem við erum búnir að halda til að safna efni…Nevelution, Hölt hóra, mammút og fleirri bönd ætla að spila fyrir okkur og bíð ég hér með ÖLLUM sem hafa áhuga á að kíkja að mæta enda ókeypis inn, ekki líta á ykkur sem statista heldur tónleikagesti samt….
Tónlistarþróunarmiðstöðin útá granda klukkan 20:00 Laugardaginn 22.Apríl
ef einhver hefur áhuga að koma og taka upp þá mæli ég með að senda Hakon@Rokk.is mail og skrá sig…einu skilirðin til að vera með eru að þú útvegar þína eigin cameru og því betri sem hún er því líklegra er að þú komist að
…þessi grein er skrifuð soldið í fliti því að ég er að gera hana í pásunni minni…á að skila sjónvarpsþætti á morgun og það er soldið stress í gangi hehe..afsaka allar villur og endilega spurjið um sem flest…og enn og aftur hvet ég alla til að mæta
Tónlistarþróunarmiðstöðin útá granda klukkan 20:00 Laugardaginn 22.Apríl
Sleepless In Reykjavik