Æskuár
Stanley Kubrick fæddist þann 26 júlí 1928 í Bronx hverfi New York borgar. Foreldrar hans voru Amerískir Gyðingar og faðir hans var farsæll læknir. Hann var þeirra fyrsta barn en systir hans fæddist skömmu síðar. Þrátt fyrir að ganga mjög illa í skóla var hann talinn gáfaður og árið 1941 sendi faðir hans hann til frænda síns í Pasadena, Kaliforníu í þeirri von að breyting á andrúmslofti gæti bætt námsárangur. Þó bar sú ferð lítinn árangur og Stanley sýndi litla sem enga breytingu í áhuga og árangri. Þegar Stanley var 12 ára kenndi faðir hans honum að tefla í þeirri von að vekja hjá honum áhuga á einhverju. Það hafði tilætluð áhrif og varð hann að mjög góðum leikmanni og notfærði hann sér þessa reynslu oft síðar. Á 13 ára afmæli sínu fékk Stanley myndavél að gjöf frá föður sínum og reyndist það hafa mun meiri áhrif en skákin og byrjaði hann í gríð og erg að taka myndir um alla New York sem hann framkallaði svo heima hjá vini sínum. Um þennan tíma fékk hann áhuga á Djassi og stefndi á að verða trommari. Þegar hann útskrifaðist úr gagnfræðiskóla hafði hann selt þó nokkrar myndir til blaðsins Look og til að auka tekjur sínar byrjaði hann að vinna sér inn pening með því að spila skák.
Fyrstu Myndir: Frá Day of the Fight til Lolita
Árið 1951 gerði Kubrick sína fyrstu mynd, það var heimildarmynd um boxarann Walter Cartier sem heitir Day of the Fight og sama ár gerði hann einnig myndina Flying Padre sem er um smábæjarprest sem ferðaðist um á lítilli rellu. Báðar þessar myndir voru svart-hvítar en tveimur árum seinna (1953) gerði hann sína fyrstu litmynd, The Seafarers sem fjallaði um sjómenn. Sama ár gerði hann sína fyrstu mynd í fullri lengd (þó aðeins um 1 tími), hún nefndist Fear and Desire og fjallar um hermenn í tilbúnu stríði. Með Fear and Desire hætti Kubrick algjörlega að gera heimildamyndir og einblíndi einnig eingöngu á myndir í fullri lengd. Við gerð þessarar myndar endaði hjónaband hans og Toba Metz sem hann hafði gifst nokkrum árum áður. Árin 1955-1956 gerði Kubrick tvær aðrar myndir: Killer’s Kiss og The Killing, sem fjölluðu báðar um mismunandi glæpi. Um þennan tíma giftist hann seinni konu sinni dansmærinni Ruth Sobotka en það hjónaband entist einnig í aðeins nokkur ár. The Killing var hans fyrsta mynd með atvinnu leikurum og starfsliði og jafnframt fyrsta mynd hans sem vakti töluverða athygli gagnrýnenda. Árið 1957 gerði Stanley sína fyrstu stóru studio mynd, myndina Paths of Glory með Kirk Douglas. Paths of Glory fjallar um 3 Franska hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni sem sakaðir eru um hugleysi af foringjum sínum og dæmdir til að vera skotnir. Hún var fyrsta mynd Kubricks til að vekja töluverða athygli bæði almennings og gagnrýnenda. Í Þýskalandi (þar sem myndin var tekin) á meðan framleiðslu myndarinnar stóð varð Kubrick ástfanginn af ungri leikonu að nafni Christiane Harlan sem hann giftist og entist það hjónaband út ævi hans. Í næstu mynd Kubricks lék Kirk Douglas einnig aðalhlutverkið, það var myndin Spartacus sem segir frá sögu skylmingaþrælsins Spartacus sem leiddi her þræla gegn Rómaveldi um árin 73-71 fyrir Krist. Það var Kirk Douglas sem óskaði eftir því að Stanley tæki yfir leikstjórnina í staðinn fyrir Anthony Mann sem hafði hætt sem leikstjóri eftir aðeins eina viku. Ósætti var á milli Kubrick’s og starfliðsins meðan á framleiðslu stóð og þá sérstaklega á milli hans og stjörnu myndarinnar Kirk Douglas. Kubrick fluttist yfir til Englands til að gera næstu mynd sína Lolita árið 1962 og bjó hann þar alla sína ævi. Sú mynd er byggð á sögu Vladimir Nabokov’s sem fjallar um miðaldra rithöfund sem leigir herbergi hjá konu til þess að komast í tæri við 14 ára (12 í bókinni) dóttur hennar sem hann er ástfanginn af. Myndin olli töluverðum ágreiningi vegna djarfra atriða og söguþráðs.
Hans Þekktustu Myndir: Frá Dr. Strangelove til Eyes Wide Shut
Ein frægasta og mest hyllta mynd Kubricks Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb var gerð árið 1964. Myndin sem skartaði Peter Sellers í þremur mismundandi hlutverkum var svört kómedía um kjarnorkustríð milli Bandaríkjanna og Rússlands og tók Kubrick mikla áhættu með því að gera grínmynd um mál sem þetta í miðju Kalda Stríðinu. Árið 1968 gerði Kubrick þá mynd sem hann er líklega frægastur fyrir og er af mörgum talinn vera hans besta mynd. Það var geimmyndin 2001: A Space Oddyssey sem hann gerði í samvinnu við vísindaskáldsöguhöfundinn Arthur C. Clarke. Myndin var byltingarkennd í notkun sjónrænna brellna og hafði mikil áhrif á seinni tíma geimmyndir s.s. Star Wars og Alien. Það sem vekur einnig athygli er notkun Kubrick’s á klassískri tónlist í myndinni t.d. tónlist eftir Johann og Richard Strauss. Stanley fékk sín einu Óskarsverðlaun fyrir þessa mynd (fyrir umsjón tæknibrellna). Næsta mynd sem Kubrick’s gerði er einnig ein af hans frægustu myndum, það er myndin A Clockwork Orange byggð á samnefndri skáldsögu Anthony Burgess. Myndin sem kom út árið 1971 fjallar um ungann mann sem með félögum sínum fer út á hverri nóttu til að nauðga, berja og skemma. Lögreglan nær honum þó og setur hann í fangelsi en til að stytta fangelsistímann býðst hann til að taka þátt í tilraun sem á að “lækna” glæpamenn. Myndin sem sýnir á raunsæislegan hátt nauðganir og annað gróft ofbeldi var mjög umdeild og fór svo eftir að glæpir höfðu verið framdir í Bretlandi þar sem hermt var eftir ofbeldinu í myndinni að Kubrick lét banna hana þar og var hún ekki sýnd aftur þar fyrr en árið 2000. Í A Clockwork Orange er einnig notast töluvert við klassíska tónlist og “leikur” Beethoven stórt hlutverk í myndinni. Næsta mynd Kubrick’s var myndin Barry Lyndon sem kom út 1975. Myndin er af mörgum talinn vera hans lakasta en þó hefur hróður hennar aukist í gegnum tíðina. Hún fjallar um 18.aldar fjárhættuspilara og framagosa og er byggð á sögu William Makepeace Thackeray's. Eftir útgáfu Barry Lyndon fór að líða töluvert lengri tími á milli mynda hjá Stanley og næsta mynd hans kom ekki út fyrr en fimm árum seinna. Eftir að hafa verið boðið að leikstýra framhaldi af Exorcist gerði Kubrick sína eigin hryllingsmynd sem kom út 1980. Það var myndin The Shining sem er byggð á sögu Stephen King. The Shining sem skartar Jack Nicholson, Shelley Duvall og Danny Lloyd í aðalhlutverkum fjallar um misheppnaða rithöfundinn Jack Torrance sem tekur að sér að hafa umsjón með hóteli um vetur ásamt konu sinni og syni sínum sem er skyggn. Í hótelinu ganga aftur vofur fyrrum umsjónarmanns hótelsins og fjölskyldu hans sem hann hafði myrt og bráðlega verður Jack ,sem einnig er skyggn, brjálaður og reynir að myrða fjölskyldu sína. Myndin fékk ekki góða dóma gagnrýnenda í fyrstu og líkaði Stephen King hún ekki vel en hún varð mjög vinsæl meðal almennings. Kubrick gerði ekki aðra mynd fyrr en 7 árum seinna eða 1987 en það var Víetnam stríðmyndin Full Metal Jacket. Myndin fjallar um hóp óbreyttra hermanna sem taka þátt í Víetnam stríðinu og segir sögu þeirra frá vist í þjálfunarbúðum til þáttöku í stríðinu sjálfu. Myndin er frábrugðin öðrum Víetnam stríðsmyndum að því leiti að sá partur hennar sem gerist í Víetnam gerist ekki í hitabeltisfrumskógum Suð-Austur-Asíu heldur inn í borgum. Síðasta mynd Stanley Kubrick’s var frumsýnd árið 1999 eftir dauða hans. Það var myndin Eyes Wide Shut með Tom Cruise og Nicole Kidman (sem voru þá hjón) í aðalhlutverkum. Myndin sem er nokkurskonar erótísk spennu-ráðgátu mynd fjallar um lækni sem eftir að hafa komist að því að eiginkona hans hélt næstum fram hjá honum fer í næturlangan leiðangur með því takmarki að reyna að halda framhjá konu sinni. Á leiðinni hittir hann mellu og dóttir dáins sjúklings en eftir að hafa smyglað sér inn í leynilega kynlífs reglu áttar hann sig á að hann er genginn of langt og að hann og fjölskylda sín séu í hættu komin. Þó að myndin sé oftast talinn með síðri myndum Kubricks var hún töluvert vinsæl og fullyrti Kubrick sjálfur að þetta væri hans besta mynd. Nokkrum dögum eftir að hafa sýnt fjölskyldu sinni, aðalleikurunum Cruise og Kidman og yfirmönnum Warner Brothers endanlega útgáfu myndarinnar lést Stanley Kubrick af hjartaáfalli í svefni þann 7. mars 1999 hann var 70 ára gamall. Þess má geta að það var nákvæmlega 666 dögum fyrir þann 1. janúar 2001.
Ókláruð Verk
Þó að Stanley Kubrick hafi ekki verið mjög afkastamikill miðað við fjölda kvikmynda var hann oft að vinna að mörgum hugmyndum í einu og skildi hann eftir sig mörg ókláruð verk. Hann hafði allt frá 7. áratugnum áætlað að gera epíska stórmynd um ævi Napóleons sem átti að skarta Jack Nicholson í aðalhlutverki eftir að hann sá hann í Easy Rider. Eftir margra ára undirbúningsvinnu var þó verkefnið sett til hliðar að hluta til vegna útgáfu myndarinnar War and Peace en aðallega vegna þess hve illa myndinni Waterloo gekk. Kubrick hafði þó ekki enn gefið verkefnið upp á bátinn um 1987 og sagðist hafa lesið næstum 500 bækur um stríðshetjuna. Þrátt fyrir þennan geysilega undirbúning varð aldrei neitt úr þeirri mynd. Um 1990 fór Kubrick næstum í framleiðslu á mynd eftir sögu Louis Begley’s Wartime Lies sem fjallar um helförina í seinni heimstyrjöldinni. Ein ástæða fyrir því að ekkert varð úr því var útgáfa myndar Steven Spielbergs Schindler’s List en einnig vegna þess hversu niðurdrepandi viðfangsefni þetta var fyrir hann. Aðeins ein af þeim myndum sem hann hafði áætlað að gera var gerð. Það var myndin AI eða Artificial Intelligence. Kubrick hafði unnið að þeirri mynd með mismunandi rithöfundum í kringum 1980 og 1990. Myndin átti að gerast í framtíðinni og fjalla um vélmenni sem er gert til líkja eftir og haga sér eins og barn og er selt til hjóna sem eini sonur þeirra er í dái. Vélmennið kemst að þessu og eigendurnir skilja það eftir í skógi í staðinn fyrir að fara með það í verksmiðjuna til eyðileggingar. Steven Spielberg tók síðan uppköstin og athugasemdirnar skrifaðar af Kubrick og gerði myndina ásamt því sem eftir var af starfsliði hans. Myndin kom út árið 2001 og lék Haley Joel Osment aðalhlutverkið.
Stanley Kubrick var sannarlega einn besti og áhrifamesti leikstjóri allra tíma og það er öruggt að svo lengi sem það verða til kvikmyndir munu myndir hans lifa áfram.