Ég ákvað að posta link á nýjustu verkefnin sem við félagarnir höfum verið að gera.
Þetta er ekki mikið, enda höfum við verið of uppteknir við stærri verkefni.
Fyrst ber að nefna tónlistarmyndbandið “Bannað að sofa hjá Maríu Mey” sem er enn í næturspilun eftir rúmlega ár.
skotið á canon XM2,
lýsing var rauðhausa sett.
Tók 24 samfellda klst að smíða settið og aðra 24 klst að skjóta myndbandið, svo var það post-productað og klippt á þremur dögum.
Næsta voru “sketsarnir” lítill sketsa þáttur sem gerður var fyrir glæsiballið í borgó 2005,
running time er 10 mín,
skotið á Canon xm2,
Lýsing fór mikið eftir tökustöðum.
Tók þrjú kvöld að skjóta þetta, og var klippt á þremur dögum.
“Rétt að byrja”, stuttmynd sem ég gerði fyrir stuttmyndaáfanga í skólanum. stefnt var á það að gera mynd frá Film Noir tímabilinu, með svipaðri lýsingu og skotbardaga.
Var skotin á canon xm2
lýsing var minimalísk
tók heilann laugardag og tvö kvöld að skjóta.
Öll myndin var endur hljóðunnin og tók klipping rúmlega 2 daga en eftir vinnsla ca. fjóra daga.
linkur á allar myndirnar er: http://www.multimedia.is:16080/~noi_kristinsson/myndir/
Annað sem við erum að gera líkur ekki framleiðslu fyrr en eftir a.m.k eitt og hálft ár svo þetta er e.t.v með því seinasta sem birtist frá okkur í langan tíma.